Ný saga - 01.01.1991, Page 74
Krístín Ástgeirsdóttir
1841 segir hún: „Samkoman
stendur nú í höfuðstaðnum.
Ekki er frétt hvað þar gerist,
nema að Alþingið eigi að
standa í Reykjavík, að minnsta
kosti í fyrsta sinn. Líkar
almenningi illa að það
staðnæmist þar, þar svo óheyri-
lega dýrt sé að halda sér þar
uppi og fleira og fleira".22 Siðar
í sama bréfi skrifar hún:
„Almenningur er nú mikið
kvíðandi fyrir sköttum og
álögum sem meina komi af
samkomunni, af skóla-
flutningum, af Alþingi og fleiru,
svo alllítið þakklæti munu þeir
herrar fá fyrir útvegurnar".23
Húsfreyjan á Bessastöðum
heyrir greinilega meira af þeim
röddum sem efast og kvarta en
hinum sem fagna og hún kallar
föðurlandsvini.
LÍTIÐ ER NÚ GJÖRT
ÚR MÓÐURBRÓÐUR
OKKAR
Ummæli Ingibjargar eru á
stundum býsna óræð. Hún
hafði miklar áhyggjur af Grími
syni sínum eftir að hann hélt
utan til náms, enda var hann
foreldrum sínum dýr. Til þeirra
streymdu reikningar frá
skröddurum og hötturum
Kaupinhafnar. Grímur hélt sig
stórmannlega, en próf drógust
á langinn. Það er stundum erfitt
að átta sig á því hvort
meiningin sé jákvæð eða
neikvæð í ummælum Ingi-
bjargar t.d. er hún skrifar um
Grím son sinn í bréfi til bróður
síns 2. mars 1843: „Hann mun
líklega vera kominn í félagsskap
við einhvern föðurlands-
vininn“.2< Grímur Jónsson hafði
kvartað yfir því að systursonur
lians kæmi ekki í heimsókn og
heldur að hann sé eitthvað súr
í sinn garð. Svo mikið er víst
að föðurlandsvinirnir og Grímur
Jónsson eiga ekki samleið fyrst
það er ástæða fyrir fjarveru
skáldsins unga, hvað sem
Ingibjörgu annars finnst um þá.
Erfitt er einnig að túlka ummæli
Ingibjargar frá 13. nóvember
1843 er hún skrifar Grími
Jónssyni: „Ég samgleðst með
þér, að þú ert ekki kallaður á
Alþing. Munu nú góðir menn
hafa í fleiri horn að líta en það,
sem þú lítur í“.23 Grímur
Jónsson var aftur orðinn
amtmaður á Möðruvöllum og
það er eins og hún sé að gefa
í skyn að hann megi teljast
góður að sleppa við þetta
amstur. Líklegra þykir mér þó
að Ingibjörg sé að hugga Grím
og að í bréfi dóttur hennar
Guðrúnar til Gríms Thomsen
frá 28. nóv. 1843 komi fram
hið rétta viðhorf fjölskyldunnar:
„Lítið er nú gjört úr
móðurbróður okkar, að hann
ei er valinn. Hann mun þó ekki
síður velviljaður fósturjörð sinni
en sá mikli Bardenfleth'1.26
Tíminn líður og enn er þref-
að um Alþingi. Á vetrar-
mánuðum 1844 erlngibjörg enn
á neikvæðu nótunum. Hinn 13-
mars skrifar hún Grími bróður
norður í land: „Lítið gleðja menn
sig hér yfir þessu Álþingi. Það
eru nú líklega þeir sem ekki
hafa vit á“.27 Næsta vetur kveður
við annan tón er hún skrifar syni
sínum til Kaupmannahafnar. Nú
leikur ljómi um sóma íslands og
væri gaman að vita hvað varð til
að breyta skoðun Ingibjargar á
Jóni þessumSigurðssyni. Bessa-
stöðum 25. febrúar 1845:
„Heilsaðu frá mér löndum
mínum. Ég hef sætt mig
fullkomlega við Jón Sigurðsson.
Þó hann kunni að hafa sært
mig, hefur hann ekki gjört það
móti sinni sannfæring1'.2”
Ekki minnist Ingibjörg oftar
á aðgerðir föðurlandsvinanna
í þeim bréfum sem til eru frá
henni til Gríms amtmanns,
enda gerast þau nú stutt. Hann
er norður í landi og sennilega
hafa honum borist fréttir af
Alþingi og öðrum málum með
þeim blöðum sem gefin voru
út á þessum tíma. í það
minnsta nefnir Ingibjörg
stjórnmálin ekki einu orði.
Erfiðleikar halda nú innreið
sína í líf Ingibjargar. Bróðir
hennar og eiginmaður deyja
með stuttu millibili 1849.
Ingibjörg er greinilega mjög sár
vegna hinna pólitísku mótmæla
sem Grímur amtmaður mátti
þola norður í landi og telur
þau eiga sök á dauða hans.
Húsfreyjan á
Bessastöðum
heyrir greinilega
meira af þeim
röddum sem efast
og kvarta en hinum
sem fagna og hún
kallar
föðurlandsvini.
Ingibjörq Jónsdóttir var hvorki hugsjónarkona né baráttukona og hún hafði sínar efasemdir um að
sjalfstæðisbrölt landans væri af hinu góða. A þessum tíma voru samt kynsystur hennar úti I Evrópu
byrjaðar að berjast fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Þessari mynd frá byltingarárinu 1848 er ætlað
að sýna pólitiskt brambolt kvenna I Paris I skoplegu Ijósi.
72