Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 76

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 76
Kristín Ástgeirdóttir dauða Gríms amtmanns skrifar hún Þóru Grímsdóttur á dönsku og minnist bróður síns með þessum orðum: „Eftertiden vil ære ham og velsigne hans minde og erkende, at han var en af Islands rettskaffnest Embeds- mand, sin Konge tro og elskede sit Födeland“.3" Grími syni sínum skrifar hún 1858: Já, það er gott að þú ert kominn heill heim aftur, og sannfærð er ég um, að þú hefur rekið þitt erindi með dugnaði og samvizkusemi, sem samir trúum undirsáta".® Hinn umdeildi Trampe greifi sem sá til þess að Þjóð- fundinum var slitið fær ekki lélega einkunn hjá Ingibjörgu í bréfi til Gríms 1. maí 1858, þegar kláðamálið var á dagskrá: „Eg er þér samdóma i því, að það er óþarfi að takir ritgjörðir Þjóðólfs, þær sem meiða greifann eða yfirvöld hér. Greifinn hefur haft góðan vilja viðvíkjandi kláðamálinu, en það sést ekki íyrr en eftir nokkur ár, hver réttast hefur haft fyrir sér í þessu efni. Eg býst helzt við, að hinir amtm(ennirnir) þykist líka hafa á réttu að standa og hafi meinað þetta vel. Þó er mér næst að halda greifinn hafi gjört sínar sakir bezt. Ég held þeir séu í Þjóðólfi fullbúnir að jagast um þetta“.” Bréf Ingibjargar þau er prent- uð hafa verið ná ekki lengra en til ársins 1858. Sjálf- stæðisbaráttan var þá komin í hnút og mest deilt um kláðamálið og fjárhagsmálið. Ingibjörg bjó í virðulegri elli á Bessastöðum allt til dauðadags 1865 og var grafin þar með viðhöfn. Hún vænti ekki langrar ævi meðan hún var ung, en örlög hennar urðu önnur. Ingibjörg sá á eftir bróður, manni og þremur börnum í gröfina áður en hún var öll. Grímur Thomsen var búsettur erlendis til 1867 sem áður segir, en tók þá við Bessastöðum og átti eftir að blanda sér heldur betur í íslensk stjórnmál. Guðrún Þorgrímsdóttir dó frá mörgum börnum 1860, en Kristín Þorgrímsdóttir lifði til ársins 1871. Grímur kvæntist 1870 Jakobínu Jónsdóttur frá Hólmum í Reyðarfirði, en hún er annar merkur bréfritari sem vert væri að skoða." NIÐURLAG Hér með kveðjum við Ingibjörgu Jónsdóttur að sinni, með þeirri spurningu hvaða ályktanir megi draga af skrifum hennar. Eg hygg að Ingibjörg hafi fremur verið undantekning en regla ef miðað er við konur á hennar tíð. Hún var á ung- lingsárum á einu helsta embættismannaheimili landsins, í nánd við helsta postula upplýsingastefnunnar Magnús Stephensen. Hún hafði aðgang að blöðum og erlendum fréttum og á meðan skólahald var á Bessastöðum voru í kringum hana bæði skólapiltar og kennarar sem eflaust ræddu heimsviðburði jafnt sem landsins gagn og nauðsynjar. Þær voru ekki margar konurnar sem voru í svo náinni snertingu við strauma þjóðlífsins. Ingibjörg var iðinn bréfritari eins og fram hefur komið. Hún sagði fréttir og lét í ljós álit sitt um leið og hún tíundaði iðulega skoðanir sem hún heyrði hjá öðrum. Hún var kona sem fylgdist með, en sjónarhorn hennar er þess sem horfir á úr fjarlægð. Hún setti ekki fyrir sig að menn væru föðurlandsvinir, því hún var í vinfengi við marga þeirra eftir að hafa kynnst þeim sem skólapiltum á Bessastöðum. Það er bara eins og þetta brambolt þeirra komi henni lítið við. Hún var hvorki hugsjónakona né baráttukona. Hún tók hvorki afstöðu með eða á móti sjálfstæðisbaráttunni, en hún hlustaði greinilega meira á raddir efasemdarmannanna en hinna baráttuglöðu. Hún var jarðbundin bóndakona sem spurði hvað hlutirnir kostuðu. Það má geta þess hér að föðurlandsvinirnir höfðu sín áhrif á Ingibjörgu þrátt fyrir allt. í fyrstu bréfum hennar ber mikið á dönskuslettum, en hún hefur eins og fleiri tekið sig til seinna meir og farið að skrifa „hreina“ íslensku. Sjónarmið Ingibjargar eru fremur íhaldssöm og spegla vantrú, sbr. það sem fram kemur um verslunarfrelsið og mat hennar á þeirn breytingum sem orðið hafa. Þar er engin von, enginn hugur sem segir við erum að ganga götu til góðs. Hún virðist ekki meta það mikils að hreyfing er komin á þjóðlífið. Kannski áttaði fólk sig ekki á breytingunum, kannski var þarna á ferð ákveðið afskipta- leysi, kannski var kyrrstaðan tryggust. Fyrst og fremst bar Ingibjörg þó hag sinnar fjölskyldu fyrir brjósti. Viðhorf hennar réðust mjög af því hvernig atburðirnir snertu Grím Jónsson. Þegar angi frelsishreyfingarinnar snerist gegn bróður hennar voru þar voðaverk á ferð að mati Ingibjargar. Hún átti harma að hefna, því hvort sem mótmæli norðlendinga drógu Grím til dauða eður ei, varð Ingibjörg fyrir einu mesta áfalli lífs síns við dauða hans. í gegnum þykkt og þunnt studdi Ingibjörg Grím og eflaust hafa viðhorf embættismannsins sem þjónaði sínum kóngi dyggilega haft áhrif á hana. Bjarni Thorarensen amtmaður skrifaði um Grím að hann vildi gera allt danskt.13 Hvergi kemur þó fram hjá Ingibjörgu nein sérstök aðdáun á Dönum, en henni fannst greinilega mikilvægt að menn væru trúir undirsátar. Hversu dæmigerð viðhorf Ingibjargar Jónsdóttur voru skal ósagt látið að sinni. Þegar brotunum verður raðað saman í heildarmynd verður staða hennar Ijósari. Þökk sé Ingibjörgu fyrir mikil skrif og ítarleg. Þau varpa ljósi á daglegt líf, hugsunarhátt og örlög konu sem ekki átti margra kosta völ fremur en aðrar konur 19. aldar. Hvergi kemur þó fram hja Ingibjörgu nein sérstök aödáun á Dönum, en henni fannst greinilega mikilvægt aö menn væru trúir undirsátar. Hún vænti ekki langrar ævi meöan hún var ung, en örlög hennar uröu önnur. Ingibjörg sá á eftir bróður, manni og þremur börnum I gröfina áöur en hún var öll. 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.