Ný saga - 01.01.1991, Síða 82

Ný saga - 01.01.1991, Síða 82
Reyndar er mjög áberandi í sjónvarpsþáttum aö þeir eru fullir af allskyns lausnum sem oft eru mjög vandræöalegar. Stundum eru ekki minnstu tengsl á milli texta og myndar, fólk tekur hins vegar ekkert eftir því vegna þess aö myndefnið dregur aö sér athyglina. myndræna farið að ráða ferðinni algerlega, hugsunin um að efnið væri skemmtilegt og liti vel út orðin allsráðandi. Þetta truflaði náttúrlega „konseptið" mjög mikið og varð til þess að ég gat einfaldlega ekki sagt allt það sem mig langaði til að segja. Þetta var ákaflega lærdómsríkt. Ég fékk litla sem enga leið- sögn! Ég samdi handrit sem var vel tekið og athugasemdalaust af samstarfsmönnum mínum lrjá Sjónvarpinu. Ég var eiginlega látinn einn um þetta. Það komu aldrei neinar athugasemdir um handritið, aldrei! Ég átti bara að ráða þessu. Þetta fannst mér óskaplega skrýtið. Ég skipulagði allt saman, ákvað hvar átti að taka, bjó til verkefnalista o.s.frv. Sjónvarpsmenn komu auðvitað með ábendingar um tökur og þess háttar. Þegar svo kom að samskeytingu var ekkert tekið upp aftur; allt var „fast“. Hraðinn er svo mikill í lokin; maður sér þrjár myndir í einu og það verður að ákveða strax hvað tekið verður. Síðan er allt „fryst“. Vonbrigðin voru þau að ég skyldi ekki í'á einhverja svörun frá Sjónvarpinu til að koma þessu í myndrænan búning. Ég er ekki búinn að læra það ennþá hvort til sé einhver lykill að því hvernig maður gerir þátt eða hvort þetta er náðargáfa að sameina allt þetta: segja ákveðna sögu, koma ákveðinni skoðun á framfæri.vera nákvæmur en geta samt gert lifandi, aðgengilegan og áhrifaríkan þátt. Ég held að eigi að vera hægt að læra um þetta af hinum reyndu. Erlendur: Það er engin uppskrift til að því. Menn verða bara að ganga út frá því að þetta sé ekki einfalt og að því verði ekki rumpað af. Ég er um þessar mundir að búa til mynd um sögu útgerðar og stöðu útgerðar á Islandi. Hún er í þremur hlutum, í raun þrjár sjálfstæðar ntyndir. Sögulegi þátturinn er í tveimur hlutum, 50 mínútur hvor og þátturinn um nútímann er 70 mínútna langur. Fyrirtækið sem ég starfa við, Lifandi myndir; gerir þetta fyrir LIU. Okkar niðurstaða er sú að ef maður ætlar sér að gera mynd um sögulegt efni og nýta sér heimildamyndir, segja söguna með myndum, þá verður að byrja á því að rannsaka allt myndefnið. Auðvitað verða menn að hafa einhverja hugmynd um það hvað menn vilja segja. Leiðin sem Helgi fór er alveg rétt. Mikilvægt er að hafa sem allra besta yfirsýn yfir það myndefni sem er til umráða. Leiðin að markinu liggur í gegnum myndefnið. Maður kemst ekkert áfram með einstaka efnisþætti án þess að hafa myndir. I hinu ritaða máli er maður hins vegar aldrei stopp. Helgi: Hvað er þá til ráða þegar komið er aö flóknum sögulegum fyrirbærum? Hvað á að sýna þegar talað er um upplýsinguna svo dæmi sé tekið? Reyndar er mjög áberandi í sjónvarpsþáttum að þeir eru fullir af allskyns lausnum sem oft eru mjög vandræðalegar. Stundum eru ekki minnstu tengsl á milli texta og myndar; fólk tekur hins vegar ekkert eftir því vegna þess að myndefnið dregur að sér athyglina. Ég gerði þær kröfur til sjálfs mín að alltaf væru tengsl á milli þess sent ég sagði og myndannna. Ég er búinn að sjá svo marga þætti um ævina sem eru fullir af einföldum lausnum. Kannski er verið að segja frá bónda og fjölskyldu hans og á meðan er sýnd kýr |wí hann átti m.a. nokkrar kýr! Þetta er útgönguleið eða myndskreyting en kemur efninu ekkert við. Annað atriði er þegar verið er segja frá atburðum einhvers tiltekins árs og á meðan eru sýndar myndir frá allt öðrum tíma. Dæmi um þetta er sjónvarpsþáttur um árið 1890. Þar voru aftur og aftur sýndar myndir sem voru bæði eldri og yngri og tengslin við efnið engin. Ut frá sagnfræðilegu sjónarmiði er þar um hreina og klára fölsun að ræða. Eggert: Ég þekki dæmi þess að í sitthverri myndinni var sama myndskeiðið látið spanna tímann frá 1930 og fram undir 1950. Það var hins vegar úr Bækur hafa fram til þessa veriö ær og kýr sagfræöings. Hafa sagnfræöingar vanrækt aðrar heimildir en ritaöar? 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.