Ný saga - 01.01.1991, Síða 83
mynd sem tekin var árið 1944.
Fleiri dæmi um vinnubrögð af
þessu tagi mætti nefna.
Erlendur, er þetta óþarfa
nákvœtnni í sagnfrœðingum?
Erlendur: Nei, ég reyni að
forðast svona sjálfur þótt aldrei
takist það fullkomnlega. Ef
skoðaðar eru t.d. myndir sem
eru teknar um 1924 og myndir
sem eru frá tímabilinu 1936-38
þá er talsverður munur á þeim,
jafnvel þó þær séu bara hvor af
sínum saltfisksreitnum. Flestum
þætti e.t.v. nóg að hafa gamla
mynd af fólki á reit í svart-hvítu.
Mér finnst spennandi að vera
heill í þessu þótt stundum sé
freistandi að reyna að sleppa
fyrir horn ef það er efni sem
hefur almenna skírskotun,- en
að rugla saman myndum frá
1930 og 1950,- það má bara
ekki. Hvað er varið í að vinna
verk ef slíkt er látið viðgangast?
Ég get nefnt skemmtilegt
dæmi úr útgerðarsögunni. Ur
heimsstyrjöldinni fyrri hafa
engar lifandi myndir verið til.
Árið 1916 var mikið uþþgangsár
í sjávarútvegi, síld- og
saltfisksframleiðslan náði
hámarki miðað við það sem
áður hafði verið. Nú vill svo
skemmtilega til að x heyhlöðu í
Bandaríkjunum finnst tveggja
eða jtxriggja mínútna kvik-
myndabútur frá 1916 sem
bandarískir kvikmynda-
gerðamenn höföu tekiö hér á
landi. Og þeir eru svo liittnir
að joeir taka myndir af
síldarsöltun og saltfiskverkun,-
og svo eiu myndir af Geysi og
hverum sem liefur minna gildi.
Það er stórkostlegur fengur að
fá þessar myndir jafnvel þó þær
séu skemmdar og illa farnar. í
verkinu finnst mér ástæða til
að segja að myndirnar séu frá
þessu ári. Guðmundur Karl lijá
kvikmyndasafninu uppgötvaði
þær við lestur ársskýrslu
Alþjóðasambands Kvikmynda-
safna. I síldai'senunni má t.a.m.
sjá að ekki eru enn komin til
sögunnar þessi bjóð sem allar
kerlingar standa við sem við
höfum séð hingað til heldur er
verið að bera síldina í handtrogi
og koma jxví fyrir við tunnuna
og saltað úr því ofan í tunnuna.
Ég gæti vel ímyndað að með
tilliti til þessa og annarra atriða
þættu myndirnar merkilegt
rannsóknarefni. Þetta eru að
vísu bara þrjú skot en þau eru
verðmæt.
Helgi: Sagnfræðingar eru
ekkert áfjáðir í að gera þætti
eins og þá sem fyrir skömmu
voru gerðir um íslenska
húsagerðarlist. Þar er beitt hinni
vanalegu uppskrift: skot
kvikmyndatökumanns, tal
stjórnanda þáttarins, lítil tengsl
á milli og síðan eilíf viðtöl sem
eru ekkert annað en
myndskreytt útvarpsviðtöl. Þetta
höfðar ekki til sagnfræðinga |iví
í þessu felst engin ögiun. Það
sem sagnfræðingar hafa ekki
gert er að glíma við að búa til
það sem við getum kallað
sagnfæðilega þætti þar sem
sagnfræðilegar kröfur eru
upþfylltar og sagnfræðileg
álitamál tekin til umfjöllunar.
Þá koma vandræðin út af
myndefninu. Menn vita ekkeit
hvernig þeir eiga að fara að
þessu.
Sjónvarpið hefur látið gera
jrætti um sögustaði sem er kjörið
elni fyrir sagnfræðinga og
ódýrasta efni sem hægt er að
búa til. Einn maður sem tekur
mynd og einn maður sent les
texta, tíu mínútur í senn.
Eggert, þú hefur iintiiö
sjónvarþsþátt utn sögulegt
efni. Hver er þín reynsla?
Eggert: Þetta var fyrir sjö árum
og þá var maður ákaflega
óreyndur í þessum efnum og
rétl að byrja að spá í
framsetningu sögulegs efnis í
sjónvarpi. Þátturinn var gerður
í tilefni af fjörutíu ára afmæli
íslenska lýðveldisins. Við vorum
tveir sem sömdum handritið og
féllum í jtá gryfju að skrifa
textann fyrst enda vanastir því
að hann réði ferðinni. Síðan
var farið á stúfana og leitað að
myndefni. Þrátt fyrir þessi
mistök lærði maður heilmikið.
Við skoðuðum aragrúa mynda,
bæði í eigu Sjónvarpsins og
annarra stofnana, og komumst
að raun um hversu gríðarlega
margar og merkilegar heimildir
eru til í þessum geira. Við
fylgdum þeirii meginreglu að
vera með myndir frá sama tíma
og fjallað var um í hvert sinn
og það tókst nokkurn veginn,
þótt stundum þyrfti að leita vel
til þess að dæmið gengi upp.
Þá var fióðlegt að kynnast
tæknivinnunni sem liggur að
baki svona þætti, en við gerð
hans hefði vissulega mátt nýta
betur ýmsa þá möguleika sem
framsetning í sjónvarpi býður
upp á. Eftir þetta ævintýri var
maður reynslunni ríkari og
myndi standa allt öðruvisi að
málum ef annað tækifæri byðist
til þáttagerðar af jiessu tagi.
Hvað tneð ráðgjöf sagn-
frœðinga? Fledelius segirað
sagnfræðingar eigi að vera
til taks hvar og hvenœr setn
fjallað er utn sagnfrœðileg
efni.
Helgi: Það er gömul og ný
reynsla sagnfræðinga að sem
ráðgjafar fá joeir ekki að segja
margt. Það er aðallega verið að
hafa vaðið fyrir neðan sig og
skreyta sig með nöfnum.
Erlendur: Maður hefur sjálfur
dottið í Jzxá gryfju. Hins vegar
er mikil styrkur í því, hver sem
á í hlut, að fá einhvern til að
gagnrýna og færa til betri
vegar. Ég vildi óska að í
framtíöinni kæmist á miklu
virkara samstarf á milli
sagnfræðinga og þeirra sem
búa til heimildarþætti.
í útgerðarsögunni hafa fleiri
en einn veitt sagnfræðilega
ráðgjöf. Mér hefur reynst betra
að leita í smiðju til fleiri en eins
Jdví enginn algildur sagn-
fræðilegur sannleikur er til og
gott er að fá fram mörg
sjónarmið. Þetta er vafalaust
gagnrýnisvert af hálfu
Þar er beitt hinni
vanalegu uppskrift:
skot kvikmynda-
tökumanns, tal
stjórnanda þáttarins,
lítil tengsl á milli og
síðan eíííf viðtöl sem
eru ekkert annað en
myndskreytt
útvarpsviðtöl.
81