Ný saga - 01.01.1995, Side 17

Ný saga - 01.01.1995, Side 17
Sfldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 Við urðum strax varir við torfu og köstum en þegar við höfum rétt lokið því kemur bátur á töluverðri ferð, með akkerið úti undir sjóskorpunni. Skipti það engum tog- um að hann keyrir á miðja nótina, sem við vorum að enda við að kasta, akkerið kræk- ist í efri teininn og rífur nótina í sundur að endilöngu. Við náðum upp báðum teinun- um með netdruslunum sem við þá héngu. Þar með var sú vertíð úr sögunni því nóta- efni fyrir þessa síld var ekki til.88 Þá voru legufæri og víradrasl á botni Hval- fjarðar sífellt til ama. Mest tjón einn og sama daginn varð þegar fimm skip eyðilögðu nætur sínar út af Hvaleyri, en þar hafði setulið bandamanna sökkt kafbátagirðingu sinni eft- ir stríðið.89 Sumarið 1948 og fram undir jól vann skip frá breska sjóhernum við að hreinsa botninn og svo aftur sumarið eftir.90 Tjón af þessum sökum og vegna þess að síldin sprengdi næturnar var að vonum til- finnanlegt. Netaverkstæðin höfðu vart undan að gera við nætur sem voru nógu lélegar fyrir. Vel kom sér fyrir verkstæðin hversu löng bið- in eftir löndun varð stundum. En veiðarfæra- kostnaður á Hvalfjarðarvertíðinni hefur verið „gífurlegur", sagði í Reykjavíkurbréfi um miðjan febrúar.91 Ólafur B. Björnsson, útgerð- annaður og ritstjóri á Akranesi, áætlaði að veiðarfærakostnaður fjögurra báta úr pláss- inu hefði numið frá 56-86.000 krónum ef frumverð nótar væri tekið með í reikninginn en ekki gert ráð fyrir viðgerðarkostnaði fyrir næstu vertíð. Þetta var á við hlut 5-9 háseta á þessum bátum.92 A móti kom að olíukostnað- ur var sáralítill miðað við venjulega vertíð. Sumir voru saman með nót og er talið að þótt yfir hundrað bátar hafi verið í firðinum, þeg- ar mest var, hafi aldrei verið fleiri en 70-80 nætur í notkun þar samtímis.'11 Síldarbingur á Franivellinum Eins og fram hefur komið varð biðin eftir löndun oft ærið löng. Löndun á síldinni fór þannig fram að sjómenn mokuðu aflanum sjálfir með handafli í tunnur eða mál sem voru svo dregin upp á vörubílspalla með vind- um skipanna sjálfra.94 Bílarnir fóru að flutn- ingaskipunum eða þá að geymslustöðum í Reykjavík og verður brátt vikið nánar að þeim merka þætti í Hvalfjarðarævintýrinu. Einnig var hægt að hífa síldina beint úr veiði- bátunum í smærri flutningaskipin. Hvort sem var þótti seinlegt og erfitt. Þegar aflanum var skipað um borð í stóru flutningaskipin voru vindur þeirra notaðar og þau lögðu sjálf til vindumenn, menn til að fylgjast með mælingu sfldarinnar, söltun hennar og lempun á farm- inum. Með þessu móti var hægt að landa 70-80 málum á klukkustund.95 Straumhvörf urðu aðfaranótt 28. nóvem- ber þegar byrjað var að landa sfldinni á vöru- bfla með krana. Hann var í eigu Almenna byggingarfélagsins og var tengdur sfldargreip sem var flutt suður frá Siglufirði. Jukust af- köstin þá stórum og um miðjan janúar var farið að landa um 1.000 málurn á klukku- stund, sex löndunarkranar voru notaðir í senn við losun jafnmargra skipa og að auki var hægt að landa úr 6-7 skipum með gamla lag- inu.% Svavar Gíslason vörubflstjóri segir að líklega hafi að jafnaði verið notaðir 15-20 bíl- ar í einu við sfldarflutninga. Vörubflstjórarnir unnu aldrei lengur en sólarhring í senn og voru flutningarnir góð búbót fyrir þá.97 Mynd 8. Sildin gat verið svo þétt í Hvaifirði að dýptar- mælarnir sviku. I Speglinum sagði: „Einn dag kíkti skip- stjóri nokkur á mæli sinn og sá að skipið stóð á þurru. Leit hann þá út fyrir öldustokkinn og sá að þetta var rétt, en hann stóð bara ekki á landjörðinni, heldur á síld."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.