Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 20

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 20
Guðni Thorlacius Jóhannesson Fnyk lagði úr bingnum á Framveiiinum svo að Reykvíkingar kvörtuðu undan „bölvaðri síldarfýlunni" Fjallfoss og einhver minni skip voru þá lest- uð.113 Eftir að hafa ekið síld í grjótnámið fyrir jól, svo næstum flóði yfir hamraveggina, óku vörubílarnir aftur með síldina niður á höfn. Fnyk lagði úr bingnum svo Reykvíkingar kvörtuðu undan „bölvaðri síldarfýlunni.“ Hannes á horninu sagði: Og ég verð að játa að ekki er ilmurinn góð- ur. Hann sveipast um bæinn, smýgur inn um lokaða glugga, liggur eins og kvoða í nefinu á manni, jafnt hvort sem maður fer um Suðurlandsbraut í luxusbil eða labbar lúðlakalegur vestur um melana."4 Vegna sprenginga í grjótnáminu var klöppin undir því margsprungin og seytlaði vatn niður eftir rigningar þannig að þegar ekki var hægt að keppa í knattspyrnu á Melavellinum vegna aurbleytu færðu menn sig á Framvöllinn. For- ráðamenn SR höfðu lofað að skila vellinum eins góðum til knattspyrnuiðkunar og hann hafði verið en þrátt fyrir fögur orð eyðilagðist völlurinn veturinn 1947-48: „Síldin skemmdi völlinn, saltið, grúturinn og lýsið úr henni seig ofan í jarðveginn og eftir það var hann gler- harður,“ sagði Lúðvík Porgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fram á þessum tíma."5Þá hvarf ómældur skerfur í varginn og þegar hlýnaði lak lýsið og grúturinn jafnvel niður á Suðurlandsbraut. Undir lokin munu tankbílar nær eingöngu hafa verið notaðir til flutninga af Framvellinum.116 Skrifstofumenn í sfldarvinnu Þegar árið 1948 gekk í garð héldu sjómenn aftur til síldveiða, eflaust hvíldinni fegnir, en jafnframt ákafir í að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Veiðin fór hægt af stað, afli óvenju tregur annan í nýári, daginn eftir bár- ust rúmlega 5.000 mál á land, enn glæddist veiðin næstu daga og 7. janúar varð einn mesti veiðidagur vertíðarinnar: „Um 32.000 mál bárust með 42 skipum síðasta sólar- hring,“ sagði Morgunblaðið. „Ohemju síld- veiði“ væri í Hvalfirði og einnig afbragðsgóð veiði á Engeyjarsundi. Hins vegar lentu mörg skip í því að sprengja nætur sínar og var því kennt um að sfldin væri orðin magrari en í upphafi veiðanna og svil og hrogn vaxandi í henni."7 Með óverulegum hléum hélst mokveiðin út mánuðinn. En undir lok hans dró til tíðinda við Reykjavíkurhöfn. Um níuleytið að kvöldi dags 27. janúar átti að fara að lesta Hvassa- fell, flutningaskip Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, sem sigldi milli Islands og ann- arra Evrópulanda. Dagsbrúnarmenn gripu þá inn í og bönnuðu alla vinnu við skipið; sögðu að lestun hefði verið látin bíða til kvölds að óþörfu og við það yrði ekki unað. Daginn eft- ir tilkynnti stjórn Dagsbrúnar Jakobi Haf- stein hjá LÍÚ að framvegis yrði ekki unnið við skipin frá klukkan 10 á kvöldin til 8 á morgnana. Þá um kvöldið biðu 28 skip losun- ar og ljóst var að samkomulag yrði að nást um frekari næturvinnu.118 Ströng fundahöld fóru í hönd og 30. janúar tókust samningar milli fulltrúa Dagsbrúnar, SR, LÍÚ og skipstjóra sfldveiðiskipanna um vinnutilhögun við síld- arflutningana. Aðalatriði þeirra var að verka- menn skyldu ekki vinna lengur en sólarhring í senn við flutningana og reglur um skiptingu vinnunnar milli þeirra, sem sóttu um hana, voru teknar upp."'1 Sjómenn, sem voru margir óánægðir með aðgerðir Dagsbrúnar, vörpuðu öndinni léttar, en að sögn Þjóðviljans hugðist „afturhaldið ... efna til slíkrar misklíðar þessara stétta að af hlytist fullkomin stöðvun síldveiðanna.“120 Heldur er það vafasamt, en örugglega var nauðsynlegt að skipuleggja löndunarvinnuna betur og semja um tilhögun hennar. Sfldarlöndun hélt áfram, dag og nótt. Við vinnuna komust færri að en vildu og í Al- þýðublaðinu kvörtuðu andstæðingar sósíalist- anna, sem réðu Dagsbrún, yfir því að enn væri slælegt skipulag á vinnunni við höfnina: Gamla sorgarsagan frá atvinnuleysisárun- um er nú að endurtaka sig á hafnarbakkan- um við síldaruppskipunina. Þegar hefja skal útskipun eru jafnan miklu fleiri menn til staðar, sem vilja fá vinnu við skipið, heldur en teknir eru í vinnu. Þeir, sem ekki komast að, hverfa vonsviknir, stundum eft- ir morgunstundarbið, og hafa þá tapað vinnu á meðan annars staðar.121 Á Siglufirði horfðu mál öðruvísi við. í janúar- byrjun var sfld brædd allan sólarhringinn í tveimur verksmiðjum, SR-46 og SRR Síðar í mánuðinum var þriðja verksmiðjan, SRN, 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.