Ný saga - 01.01.1995, Síða 31

Ný saga - 01.01.1995, Síða 31
Margrét Guðmundsdóttir Pólitísk fatahönnun agnfræðingar sem rannsakað hafa sögu sjálfstæðisbaráttunnar hafa löngum ■' beint sjónum að samskiptunum við Dani. Ytri baráttan hefur verið í brennidepli en innri þjóðernisbarátta íslendinga hefur að mestu legið óbætt hjá garði. Lista- og mennta- menn voru vissulega ekki aflvakar í efnahags- lífi landsins. Peir höfðu engu að síður mót- andi áhrif á hugarfar landsmanna með því að skapa nýja og jákvæða ímynd af landi og þjóð. Sú mynd varð oft hvati afreka sem veik og lé- leg sjálfsmynd hefði aldrei megnað að kalla fram. Þjóðleg tákn eru afkvæmi þjóðernis- hyggju 19. aldar. Fatahönnun í anda róman- tískrar þjóðernisstefnu er eitt besta dæmi um tilbúning þjóðlegrar hefðar á íslandi. Hönn- uðurinn lagði einnig til mikilvægar stoðir í sjálfsmynd íslenskra kvenna. Femínistinn Sigurður málari Margir hafa glímt við að fanga og skilja hug- takið femínismi. Niðurstöður þeirra undir- strika að fyrirbærið er líkast marghöfða veru þar sem sérhvert andlit ber ólíkt svipmót. Skilgreining félagsfræðingsins Olive Banks tekur mið af þessu einkenni. Hún segir að all- ir þeir sem reynt hafa að breyta stöðu kvenna og hugmyndum um þær beri heitið femínist- ar.1 Sigurður Guðmundsson (1833-74) málari uppfyllir hiklaust þessi skilyrði. Hann varð fyrstur manna hér á landi til að reyna að virkja kiafta kvenna í þágu þjóðfrelsisbaráttunnar. Sigurður málari markaði þeim hlutverk á bar- áttusviði stjórnmálanna þar sein karlmenn höfðu einir setið að öllum rullum. Sigurður var bóndasonur, fæddur og uppal- inn í Skagafirðinum. Faðir hans, Guðmundur Olafsson, taldi drauma sonar síns um að verða listamaður óráð og reginfirru. Steinunn Pétursdóttir, móðir Sigurðar, stóð hins vegar með syni sínum og hafði sigur. Á haustmán- uðum árið 1848 var Sigurður kominn til Hafnar í iðnnám hjá málara. Unglingspiltur- inn tók sér eilífðarhvíld frá málaraiðninni á sjöunda degi. Hann strauk úr vistinni, vildi ekki mála hús eða stóla. Þá segir sagan að fá- tæk þvottakona hafi hirt piltinn upp af götum borgarinnar. Hún á að hafa alið önn fyrir Sig- urði þar til hann komst í listaháskólann.2 Sveitungar hans í Skagafirði, ísfirðingar, Reykvíkingar og fleiri landar efndu til sam- skota til að styrkja piltinn til listnáms.3 Með stuðningi þeirri varð hinn djarfi draumur norðlenska sveitastráksins að veruleika. Á þroskaárum Sigurðar í Kaupmannahöfn var blómaskeið rómantísku stefnunnar f Evr- ópu að fjara út. Hann var eigi að sfður mótað- ur af þeim ávöxtum sem hugmyndir hennar gátu af sér. Fræðimönnum hefur að vísu geng- ið rnjög illa að skilgreina hugtakið rómantík. Yfirleitt er fátt sem hægt er að festa hendur á þegar fjallað er um fyrirbærið, þó allir séu sammála um tilvist þess. Gildir þá einu hvort bókmenntafræðingar eða sagnfræðingar eiga í hlut.4 Rómantík hefur verið notuð sem nafn- spjald á argasta afturhald og róttækar lýðræð- ishreyfingar. Besta kennimark stefnunnar er þó sennilega afdráttarleysið. Hvert sem hún leiddi fylgjendur sína voru öfgar eitt helsta einkenni þeirra. í augum rómantíkera var skoðanaleysi óhafandi með öllu. Táknhyggja (symbólismi) setti svip á kveðskap róman- tískra skálda. Allt sköpunai-verkið, náttúran, Rómantík hefur verið notuð sem nafnspjald á argasta afturhald og róttækar lýð- ræðishreyfingar. Besta kennimark stefnunnar er þó sennilega afdráttarleysið 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.