Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 32
Margrét Guðmundsdóttir
Mynd 1. Sigurður
Guðmundsson málari
markaði íslenskum
konum hlutverk á
baráttusviði stjórn-
málanna. I Ijóði sínu
„Aldahrollur" bendir
málarinn konum á
eina leið til áhrifa og
segir: „Haldi sama
áfram enn / og ei
Danir lúta senn / þá
er ykkar eina vörn /
aldrei meira fæða
börn. ”
blóm og litir voru auðugar táknlindir sem þeir
teyguðu af áfergju. Tjáningarmáti og sköpun-
arverk þeirra voru mótuð af endalausum
táknum.
Sigurður Guðmundsson fylgdi af trú-
mennsku þeirri arfleið rómantísku stefnunnar
að skapa táknmyndir. Hann orti að vísu að-
eins fáein kvæði en notaði þess í stað mynd-
listarmenntun sína til að hanna þjóðleg tákn,
bæði fána og þjóðbúninga. Hlutleysi átti
málarinn ákaflega erfitt með að þola. Árið
1869 lýsti Sigurður helsta átumeini Islendinga
svo:
mönnum stendur alveg á sama með allt,
menn fást eiginlega hvorki til að lofa neitt
né lasta, og ekkert þykir ljótt né fagurt,
gott eða illt, menn eru orðnir bæði bragð-
og lyktar- lausir, vilja svo að segja ekkert,
nema peninga frá útlöndum, helst frá
stjórninni; það vilja menn!5
Rómantískur eldhugi eins og Sigurður gat
ekki sætt sig við afskiptaleysi og doða.
Hugmyndafræði þjóðernisstefnunnar hafði
djúp áhrif á lífsskoðun og starf Sigurðar.
Þýski heimspekingurinn Johann Gottfried
Herder var einn helsti jöfur þeirrar stefnu.
Hann er hinn rétti faðir þjóðarandans sem
Sigurður málari leitaði svo ákaft að. Herder
setti fram þá hugmynd að vilji þjóðar til sjálf-
stjórnar væri eðlislægur. Þjóðarandinn myndi
leiðbeina þegnum sínum á farsælan hátt, ef
hann væri vakandi. Stöðnun og doða mætti
hins vegar rekja til dormandi þjóðaranda og
þá væri sú hætta fyrir hendi að þjóðin sætti sig
við erlenda stjórnendur. Rómantískir þjóð-
ernissinnar eins og Sigurður litu eðlilega til
fortíðarinnar að fyrirmyndum. Þá hefði glað-
vakandi þjóðarandinn stýrt gjörðum frjálsra
Islendinga. Síðustu árin í Kaupmannahöfn
sökkti Sigurður sér í rannsóknir. Hús, klæðn-
aður og vopn á meintu gullaldartímabili
heimalandsins áttu hug hans.
Þegar Sigurður kom heim frá námi árið
1858 var þjóðernisstefnan búin að skjóta rót-
um á íslandi. Flestir sem létu sig stjórnmál
einhverju varða virtust einhuga. Stefnan
hafði verið mörkuð á Þingvallafundinum sjö
árum fyrr. Vinna skyldi að nær algeru full-
veldi Islendinga en halda formlegu konungs-
sambandi við Danmörku. Almenningur sýndi
stjórnmálum takmarkaðan áhuga. Lítið er
vitað um fylgi alþýðu manna við þjóðernis-
hreyfinguna fram undir lok aldarinnar. Eld-
móður og eindrægni fáeinna leiðtoga mátti
sín lítils ef meirihluti landsmanna hefði kosið
að lúta stjórnarherrunum í Kaupmannahöfn.
Kröftug og lifandi þjóðernisvitund var nauð-
synleg forsenda í frelsisbaráttu íslendinga.
Virkja þurfti fjöldann í baráttunni fyrir póli-
tísku sjálfstæði.
Skáld voru sennilega öflugustu áróðurs-
meistarar frelsishreyfingarinnar fyrstu ára-
tugina. Alþýðufólk sat ekki og rýndi í kenn-
ingar Herders. Bergmál af hugsmíðum hans
barst þó um síðir til almennings með milli-
göngu rómantískra skálda og ættjarðarljóða.
Jónas Hallgrímsson skáld setti fyrstur manna
fram hugmyndir um frelsiseðli fslendinga,
sem hann tengdi við náttúru landsins. Mennt-
aðir sporgöngumenn hans tóku upp þessa
hugmynd og síðar alþýðuskáldin.6 Skáldskap-
ur gegndi hlutverki fjölmiðla á upphafsárum
30