Ný saga - 01.01.1995, Síða 36
Margrét Guðmundsdóttir
Spéhræðsla og
ótti við aðhlátur
ertendra manna
vann gegn sér-
stökum þjóð-
búningi karla
hanna þjóðbúning fyrir karla. Nokkrir skóla-
piltar í Reykjavík tóku hann upp vorið 1872.21
Ólafur Sigurðsson sýslumaður í Ási fann
ýmsa vankanta á búningnum, skrifaði Sigurði
og sagði:
Mér lfka stuttbuxurnar í mörgu tilliti vel,
en þó sé ég, að þær eru skjóllitlar um legg-
inn í vetrarhörkum, svo menn þurfa þá að
vera í þrennum sokkum, ef vel á að fara; en
við sumarreiðar og slátt eru þær góðar, svo
það kemur varla fyrir að skera þurfi saur
neðanaf þeim, eins og Bergur hinn rakki
gjörði á klæðum sínum forðum; en treyjan
og vestið líst mér ekki vera eins hentugt á
þessu kalda landi okkar. Ég vil hafa á þeim
dálítinn kraga, því það er hentugra, það má
vera standkragi ef vill, ég er ekki svo fastur
við flákragana. Hugsaðu þig um þetta. Ég
veit að þú vilt fylgja því gamla sem mest, en
þegar nú á að fara að taka upp búninginn,
vil ég láta laga hann um leið og fella burt
það Ijótasta og óhentugasta.22
Karlmenn höfnuðu búningi Sigurðar og hann
náði ekki frekari útbreiðslu.
Þegar Sigurður fór að vinna að útbreiðslu
kvenbúningsins fékk hann heldri konur fyrst í
lið með sér. Feður þeirra, eiginmenn, bræður
og synir voru ekki tilbúnir til að breyta
klæðnaði sínum. Þeir hefðu til að mynda þurft
að leggja síðbuxunum og taka upp hnébuxur.
Þá fórn voru heldri karlmenn ekki reiðubún-
ir að færa. Spéhræðsla og ótti við aðhlátur er-
lendra manna vann gegn sérstökum þjóðbún-
ingi karla.23 Þeir voru í raun búnir að taka upp
annan einkennisbúning, jakkafötin. Sköpun-
arsögu þeirra má rekja til frönsku byltingar-
innar. Þá fór aðallinn úr hnébuxunum og fór
að ganga í síðbuxum eins og almúginn. Jakka-
fötin voru fullmótuð um aldamótin 1800 og
hafa mjög lítið breyst síðan.24
Sigurður hélt góðu bréfasambandi við Jón
Sigurðsson forseta. Þar kemur berlega fram
að málaranum þótti íslenskar konur að öllu
jöfnu standa framar kynbræðrum hans. Sum-
arið 1870 skrifar hann Jóni hve vel gangi með
kvenbúninginn, og bætir síðan við:
Ég hefi allt af haft líka skoðun og þér, að
kvenfólkið sé, ef til vill, úrvalið úr okkar
þjóð, en hvikular eru þær um of, og föður-
Iandstilfinning þeirra er eins og ósjálfráð
eða óafvitandi. Þó held ég, að þær séu eitt-
hvað farnar að hafa ljósari hugmynd um
hana en áður, og ekki mun þurfa mikið til
að vekja hana hjá þeim. Þær eru þó farnar
að verða spentar fyrir okkar málefnum og
það töluvert. Það er ekki að undra, þótt
þær séu hvikular, því karlþjóðin er það má
ske meira. ... Ég skal ekki spara að hvetja
þær og hjálpa þeim sem ég get og hefi best
vit á.25
Sigurður er að kalla eftir viðurkenningu frá
leiðtoganum, og fær klapp á öxlina. Jón hrós-
ar honum fyrir að koma „fylgi í kvenfólkið"
og segir: „Þær geta gjört óttalega mikið, þar
sem þær leggjast á, því enginn er heitari í and-
anum, eða réttara að segja tilfinningunum og
enginn fylgnari sér eða jafnvel klókari, þar
sem því er að skipta.“26 Þeir félagar voru
greinilega sammála um að konur væru meiri
tilfinningaverur en karlar. Sigurður málari
hamraði iðulega á því við kynbræður sína að
hagnýta bæri meint séreinkenni kvenna í
frelsisbaráttu þjóðarinnar.
í árslok 1872 var fjallað um kvenréttinda-
mál í Kvöldfélaginu. Þar hélt Sigurður þeirri
skoðun enn á lofti að föðurlandsást kvenna
væri meiri en karla, og „ætti slíkt eigi að vera
látið ónotað." Hann sagði að einnig ætti að
nota hégómagirnd kvenna „því keppnin getur
gjört mikið að verkurn." Gísli Magnússon lat-
ínukennari reis upp til andsvara. Hann kvaðst
þekkja mörg dæmi um föðurlandsást karla en
fá meðal kvenna, „því þó kvenfólk skræki
blíðlegar um slíkt, þá er slíkt lítilsvert.“ Eirík-
ur Briem prestaskólakennari tók hins vegar
undir með Sigurði og sagði: „Föðurlandsást,
eins og alla ást, ætla ég kvenmenn hafi öllu
fremur en karlmenn.“27 Kona að skapi þeirra
Sigurðar og Eiríks var Guðrún Gísladóttir.
Þau Eiríkur gengu í hjónaband sumarið
1874, skömmu áður en Sigurður lést. Ættjarð-
arást Guðrúnar var mjög sterk, og hún
„elskaði ekki danskinn“, að sögn nöfnu henn-
ar Borgfjörð.28 Málarinn taldi það einmitt
„lífsspursmál" fyrir íslendinga að hata Dani.
Sú afstaða spratt ekki af persónulegri óvild,
heldur pólitísku raunsæi. Mála varð „óvin-
inn“ sterkum litum og undirstrika ofbeldi
hans. Þjóðina var ekki hægt að sameina í
frelsisstríð gegn vindmyllum. Á fundi í Kvöld-