Ný saga - 01.01.1995, Page 61
Siðferðilegar
fyrirmyndir á 19. öld
Mynd 2.
Afskipti kirkjunnar af
uppfræðslu barna
náðu hámarki með
fermingarundirbún-
ingnum. Þau börn
sem þarna eru að
fermast hafa væntan-
lega verið búin að
tileinka sér kverið.
kringum aldamótin. Þá verða einnig leidd rök
að því að þetta fráhvarf frá handleiðslu kirkj-
unnar hafi verið mikilvægur liður í aflielgun
„secularization“ þjóðfélagsins. Þegar þessi
þróun er sett í samhengi við almenn uppeldis-
skilyrði á 19. öld er ljóst að hjá henni varð
vart komist.
Sjónarhóll félagssögunnar
Háttur sagnfræðinga hefur oft og tíðum verið
sá að nálgast viðfangsefnið af sjónarhóli
stofnana þjóðfélagsins. Kirkjusögufræðingar,
svo dæmi sé tekið, beina jafnan athyglinni að
hugmyndaþróun innan kirkjunnar og hvernig
stofnunin sjálf breyttist í tímans rás samhliða
öðrum þjóðfélagshræringum. Meginhug-
myndin sem liggur að baki slíkri rannsóknar-
aðferð er ágætlega orðuð með málshættinum:
Eftir höfðinu dansa limirnir. Þar er gert ráð
fyrir að allar breytingar verði innan stofnana
samfélagsins, hvaða nafni sem þær nefnast, og
nái síðan til annarra þátta þjóðlífsins með
einu eða öðru móti. Styrkur stofnananna er
slíkur að önnur og óskipulegri öfl mega sín
lítils og eru dæmd til að lúta í lægra haldi fyr-
ir skipunum að ofan. Útkoman verður því oft
sú að við fáurn einhliða sýn á þróun þjóðfé-
lagsins og einstakra hugmynda og getum ekki
réttilega metið hvernig þær höfðu í reynd
áhrif á daglegt líf þess fólk sem kornst í snert-
ingu við stofnanir þessar.
Félagssögumenn hafa gert tilraun til að
nálgast viðfangsefni sögunnar með allt öðrum
formerkjum en áður hafði verið gert. Þar hef-
ur hugmyndin meðal annars verið sú að nálg-
ast söguna frá grasrótinni („from the bottom
up“), svo notuð sé vel þekkt skilgreining á að-
ferðum félagssögunnar. Aðaláherslan hefur
verið á þátt almennings í mótun þjóðfélags-
gerðarinnar og hvernig einstaklingurinn setti
svip sinn á helstu stofnanir samfélagsins. Þessi
breytti skoðunarháttur varpaði nýju ljósi á
þjóðfélagið, en var vandkvæðum bundinn þar
sem heimildir um beina þátttöku almennings
eru mjög af skornum skammti. Fyrir bragðið
hélt einstaklingurinn áfram að vera mikið til
afskiptur sem sögulegt viðfangsefni. Sjónar-
mið hans náðu aldrei að setja svip sinn á
skilning okkar á þróun þjóðfélagsins. Hins
vegar má segja að með því að nálgast sögurit-
un frá sjónarmiði alþýðunranna þá öðlumst
við mjög óvenjulega innsýn í þau þjóðfélög
sem til umfjöllunar eru. Þar eru tengsl kirkj-
unnar og fólksins í landinu engin undantekn-
ing.
Þar sem lítið er varðveitt af heimildum um
einkahagi karla og kvenna af alþýðustétt er
mjög erfitt að höndla sjónarmið þeirra. Enn
ólíklegra er að viðhorf barna komist á spjöld
59