Ný saga - 01.01.1995, Síða 61

Ný saga - 01.01.1995, Síða 61
Siðferðilegar fyrirmyndir á 19. öld Mynd 2. Afskipti kirkjunnar af uppfræðslu barna náðu hámarki með fermingarundirbún- ingnum. Þau börn sem þarna eru að fermast hafa væntan- lega verið búin að tileinka sér kverið. kringum aldamótin. Þá verða einnig leidd rök að því að þetta fráhvarf frá handleiðslu kirkj- unnar hafi verið mikilvægur liður í aflielgun „secularization“ þjóðfélagsins. Þegar þessi þróun er sett í samhengi við almenn uppeldis- skilyrði á 19. öld er ljóst að hjá henni varð vart komist. Sjónarhóll félagssögunnar Háttur sagnfræðinga hefur oft og tíðum verið sá að nálgast viðfangsefnið af sjónarhóli stofnana þjóðfélagsins. Kirkjusögufræðingar, svo dæmi sé tekið, beina jafnan athyglinni að hugmyndaþróun innan kirkjunnar og hvernig stofnunin sjálf breyttist í tímans rás samhliða öðrum þjóðfélagshræringum. Meginhug- myndin sem liggur að baki slíkri rannsóknar- aðferð er ágætlega orðuð með málshættinum: Eftir höfðinu dansa limirnir. Þar er gert ráð fyrir að allar breytingar verði innan stofnana samfélagsins, hvaða nafni sem þær nefnast, og nái síðan til annarra þátta þjóðlífsins með einu eða öðru móti. Styrkur stofnananna er slíkur að önnur og óskipulegri öfl mega sín lítils og eru dæmd til að lúta í lægra haldi fyr- ir skipunum að ofan. Útkoman verður því oft sú að við fáurn einhliða sýn á þróun þjóðfé- lagsins og einstakra hugmynda og getum ekki réttilega metið hvernig þær höfðu í reynd áhrif á daglegt líf þess fólk sem kornst í snert- ingu við stofnanir þessar. Félagssögumenn hafa gert tilraun til að nálgast viðfangsefni sögunnar með allt öðrum formerkjum en áður hafði verið gert. Þar hef- ur hugmyndin meðal annars verið sú að nálg- ast söguna frá grasrótinni („from the bottom up“), svo notuð sé vel þekkt skilgreining á að- ferðum félagssögunnar. Aðaláherslan hefur verið á þátt almennings í mótun þjóðfélags- gerðarinnar og hvernig einstaklingurinn setti svip sinn á helstu stofnanir samfélagsins. Þessi breytti skoðunarháttur varpaði nýju ljósi á þjóðfélagið, en var vandkvæðum bundinn þar sem heimildir um beina þátttöku almennings eru mjög af skornum skammti. Fyrir bragðið hélt einstaklingurinn áfram að vera mikið til afskiptur sem sögulegt viðfangsefni. Sjónar- mið hans náðu aldrei að setja svip sinn á skilning okkar á þróun þjóðfélagsins. Hins vegar má segja að með því að nálgast sögurit- un frá sjónarmiði alþýðunranna þá öðlumst við mjög óvenjulega innsýn í þau þjóðfélög sem til umfjöllunar eru. Þar eru tengsl kirkj- unnar og fólksins í landinu engin undantekn- ing. Þar sem lítið er varðveitt af heimildum um einkahagi karla og kvenna af alþýðustétt er mjög erfitt að höndla sjónarmið þeirra. Enn ólíklegra er að viðhorf barna komist á spjöld 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.