Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 66
Sigurður Gylfi Magnússon
Mynd 5.
Lærdómskver frá
byrjun 19. aldar.
Kverið þótti þurr
lærdómur og
leiðinlegur eins og
fram kemur í
fjölmörgum endur-
minningum.
að 7-8 ára börnum skuli hafa verið gert að
leggja á minnið annað eins torf og hinar
fyrstu fræðaútskýringar voru.“2n
Pá voru húslestrarnir gildur þáttur í trúar-
iðkan heimilanna á tímabilinu. „Vegna þess
hversu mjög heimilisguðræknin hvíldi á guð-
rækniritum af ýmsu tagi voru þau mikilvægt
stjórntæki í höndum kirkjunnar", eins og
fram kemur í máli Hjalta Hugasonar. Og
hann heldur áfram: „Verður hlutur þeirra við
myndun trúarlegra skoðana, uppfræðslu og
siðgæðismótun því seint ofmetinn. Af þeim
sökum er skiljanlegt að kirkjuyfirvöld gerðu
sitt til að skipt væri um rit í hvert sinn er
straumhvörf urðu í guðfræðilegum efnum.“21
Hins vegar kemur fram að eldri rit hafi verið
lesin á meðan þau entust og nafntogaðasta
ritið hafi verið Vídalínspostilla sem var gefin
úr 13 sinnum frá 1718 til 1838. Hugvekjurnar
sem gefnar voru út á 18. og 19. öld voru marg-
ar og að sjálfsögðu hver með sínu sniði. I for-
gœrtóntö föóf
t OKUigc(t|Tttm fitfttíegutu
S: t tt a v b r 0 ð u m/
a n 6 o
tl tt ð l i tt ð U M.
©clft almrant inn6unt>in; 23
^c=========^^=========»a
ScttÁrðefímm, 1807.
spvcntui) á SDftnai) Dslan&e fonútigícgu
Uppfr«bing«c Stiptnnar;
nf fSpFffOtfjflvfl ©. fj. ec&flgfjÓv&.
mála að Vídalínspostillu bendir Páll Porleifs-
son m.a. á eftirfarandi um efni hennar:
„Handan yfir uppsprettu huggunar og gleði
er honum [Jóni Vídalín] langtamast að seilast
eftir lögmálssvipunni, sem hann svo sveiflar
yfir höfðum syndugra manna með myndug-
leik og yfirburðum.“22 Hann bætir síðan við
að engar prédikanir hafi náð að móta hug
þjóðarinnar sem þessar og fólk hafi kunnað
heilu kaflana utan að.23
Hjalti Hugason bendir á að upplýsingar-
guðfræðin hafi aldrei náð að ryðja Vídalíns-
postillu, þessu meginriti rétttrúnaðarins, úr
vegi og því megi líta svo á að upplýsingunni
og viðhorfum þeim sem henni fylgdu hafi
ekki orðið ágengt nema að litlu leyti og þá á
afmörkuðum sviðum. Upplýsingarmenn eins
og Hannes biskup Finnsson og Árni Helga-
son stiftsprófastur í Görðum höfðu boðað
Krist sem fyrirmynd mannkyns: „Þegar
kennslu- og fyrirmyndaþátturinn í verki
Krists situr þannig í fyrirrúmi, þróast trúar-
hugtakið í þekkingar- og siðfræðilega átt, og
áhersla er lögð á hinar vitsmunalegu og sið-
rænu hliðar trúarinnar.“23 Þetta er mikilvæg
breyting á öllu innihaldi trúartúlkunar og
hefði getað haft afdrifarík áhrif á uppeldi
barna en svo virðist sem hin nýja hreyfing
hafi ekki haft erindi sem erfiði í trúarlegu
uppeldi alþýðu.
Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorki
kverið né húslestranir áttu beinlínis greiðan
aðgang að hugum barna á 19. öld og þurfti því
einatt að koma til umtalsverður félagslegur
þrýstingur svo að þau héldu sig við efnið. Yfir-
gnæfandi meirihluta sjálfsævisagnaritara sem
ólust upp á 19. öldinni þótti kverið torskilið
og leiðinlegt aflestrar. Utanbókarlærdómur-
inn þótti ekki aðlaðandi, sérstaklega þegar
skorti á skilninginn. Friðrik Bjarnason (f.
1880) tjáði sig einmitt um þetta atriði í
sjálfsævisögu sinni: „Latur var ég við að læra
kverið og fékk oft ávítur fyrir; mér fundust
sumar trúarhugmyndir þess torskildar og
óviðfelldnar."24 Jafnvel þeir sem voru annarr-
ar skoðunar en Friðrik staðfesta sarnt sem
áður viðhorf flestra barna á þessum tíma: „Ég
mun líklega hafa verið einn af þeim fáu, sem
ekki leiddist kvernámið", er haft eftir Sigurði
Árnasyni (f. 1877): „Mér þótti það fremur
64