Ný saga - 01.01.1995, Page 70

Ný saga - 01.01.1995, Page 70
Sigurður Gylfi Magnússon Ákveðinn háski ílífi barna knúði þau til að læra að lesa vel að íslensku landslagi og staðháttum á 19. öld heldur virðast þær hafa verið vel til þess fallnar að ná eyrum fólks frá fyrstu tíð byggð- ar í landinu og fólks með ólíka lífsreynslu. Þær gáfu fólki á 19. öld kost á að lifa sig inn í og skilja lífssýn Islendingasagnanna á mjög persónulegan hátt, m.a. vegna þess að þær áttu sér stað í umhverfi sem fólk þekkti af eig- in reynslu. Vésteinn Olason hefur bent á að sögurnar hafi þjónað ólíkum tilgangi í íslensku samfé- lagi frá ritunartíma þeirra allt til dagsins í dag. Fyrst eftir ritun sagnanna telur hann að þær hafi gegnt pólitískum tilgangi og þá aðallega þeim að styrkja ríkjandi valdastéttir. „Jafn- framt hefur hetjudýrkun haft gildi til að stappa stáli í karla, ekki eingöngu þegar höfðingjar þurftu á liðsmönnum að halda heldur einnig og enn frekar í þeim átökum við náttúruöflin sem voru daglegt brauð alþýðunnar."38 Vésteinn reynir einnig að meta almennt gildi sagnanna fyrir einstaklingana sjálfa á síðustu öldum. Hann bendir á að tvennt hafi einkum mótað afstöðu almennings til sagn- anna, annars vegar sannfræði þeirra sem ekki var dregin í efa og hins vegar var litið á sög- urnar sem frásagnir af afrekum. Menn „höfðu mestar mætur á þeim hetjum sem sterkastar voru og mest drýgðu afrekin. Lengi vel hefur þetta viðhorf verið almennt og ekki fremur bundið við almenning en lærða menn.“39 Þessi hugsunarháttur breyttist að nokkru með upp- lýsingunni og rómantísku stefnunni að áliti Vésteins og ekki skal það dregið í efa hvað lærða menn snertir. En Vésteinn varpar fram einkar áhugaverðri hugmynd um gildi sagn- anna fyrir allan almenning: Það er ekki einsdæmi að fólk sem lifir ein- földu lífi og á afkomu sína undir náttúrunni hafi mætur á sögum af hetjum sem vinna afreksverk í bardögum og glíma þess á milli við tröll og forynjur. Auðvelt er að gera sér í hugarlund að sá hugmyndaheim- ur sem er að finna í slíkum frásögnum, hvort sem þær eru í lausu máli eða bundnu, hafi stappað í menn stáli í lífsbaráttunni. Hugrekki var nauðsynleg dyggð þegar lagt var upp í sjóróðra á útmánuðum eða ferðir um fjallvegi í tvísýnu veðri og þol og seigla var alltaf nauðsynleg þótt ekki vofði yfir bráð lífshætta. Þess vegna eru hetjur, sem ekkert hræðast og sigrast á öllum vanda, hollar fyrirmyndir.40 Hér kemur Vésteinn almennum orðum að því hvernig fornbókmenntirnar höfðu álirif á hugarheim fólks á fyrri tíð. Þessi skilningur hefur verið nokkuð almennur í vitund unn- enda þessara bókmennta. Þar er lögð áhersla á að bókmenntirnar hafi verið að nokkru leyti andleg næring fólks þegar hin efnislega brást. Sögurnar hafi stappað stálinu í fólk þegar á móti blés. Með hjálp sjálfsævisagnanna fáum við hins vegar tækifæri til að draga fram mun beinni sannanir fyrir áhrifum sagnanna á hugarheim barna og raunar allt menningarlíf á 19. öld. Hannes J. Magnússon (f. 1899) skýrir ágæt- lega út hvaða tilfinningar bærðust í brjósti hans: Já, það voru mikil óhemju-ósköp, sem búið var að lesa á kvöldvökunum á heimili mínu, frá því að ég man fyrst eftir mér. Það var vitanlega ekki allt mikils virði, en ein- mitt þessi bókalestur var eins konar salt lífsins. Það var eins konar upphafning yfir allt hið daglega strit og stríð, sem kom í veg fyrir andlegan dauða. Það er engin ógæfa að vera fátækur, þurfa að heyja harða lífs- baráttu og vinna hörðum höndum, en hitt er ógæfa að láta fátæktina og baslið drepa í sér hverja fleyga þrá, hverja hugsun, sem leitar upp fyrir brauðstritið.41 Hannes var ekki í neinum vafa um þau áhrif sem þessi lestur hafði á hann og sama gegnir um Jónas Jónasson (f. 1879). Hann benti á að heimilislífið „á Miðsitju var fremur fábreytt, mikið unnið, en minna masað.“42 Faðir hans var strangur og ósveigjanlegur í uppeldinu en naut engu að síður virðingar Jónasar: Þó dáðist ég innilegast að pabba, þegar ég hlýddi á lestur hans, það er að segja sögu- lestur. Helst voru það Fornaldarsögur Norðurlanda, sem hann las upphátt á kvöldvökum, er vel lá á honum. Það fóru oft hrifningar- og sæluöldur um nrig undir þeim lestri, því pabbi var afburða lesari. Allt, sem liann las, varð svo Ijóslifandi, að manni fannst maður vera áhorfandi eða jafnvel sjálfur með í tuskinu.43 Einar Jónsson (f. 1874) myndhöggvari lýsir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.