Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 24
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: AF MINNISBLÖÐUM MÁLARA En hvað bilið milli skýja og lands er lítið (hrærumst við, menn, milli súðar og þaks), síminnkandi rennur það saman í ómálaðan flöt, flest viðmiðun hverfur, nema ryðbrúnn vegurinn, einskis að vænta, þótt augum sé gjóað í grámuggu heiðarinnar, hvorki blóms né lífs, en norðan þræsan gelur galdur sinn í símavír og ups á hásumarhausti. Seinna, þegar Ijósið hefur rutt sér braut fram undirlendið og skírt litina upp að nýju, er undarlegt að villast aldir aftur í tímann, heim að gömlurn bæ, tún, hús og hundur gera upp- steyt gegn þeim kynlega farkosti, sem hér ber að garði. Það er seinnihluta dags, mistur og hillingar lyfta heilum byggðarlögum mót sól og hafi. Já, hvern skyldi gruna, að í sjónmáli frá þjóðveginum austur Holt, þar sem hver bær virðist hýstur uppá nútíðarvísu og öll merki eldri búskaparhátta vandlega máð, finni vegfarandi, sem gerir krók á leið sína, bæ sem gæti verið frá því um aldamót og út- hýsi þaðan af eldra? Þar er baðstofa á sunn- lenzka vísu, skarsúð, hnífar milli sperru og súðar, borð undir glugga, og Valdimar Briem gætir rekkju bónda. Ég gleymdi að geta þess, að göngin voru hellulögð, innaf þeim hlóðar- eldhús og taðstáþ búr — en okkurbrúnu and- liti gömlu konunnar undir hvítum skýluklút, því gleymi ég aldrei. Hún býður kaffi á Hús- um í Holtum. Nyrzt í húsaröðinni stendur svonefnt kross- fjós, sem Jónas frá Hrafnagili taldi jafnvel fátítt um sína daga. Þau eru reyndar tvö, en það er annað þeirra, sem vekur sérstaka for- vitni sakir fornra byggingarhátta. Fyrst er gengið inn löng göng, réttara væri kannski að segja upp, því að fjósið sjálft stendur hærra en stéttin fyrir utan. Tilgangurinn með því er augljós, að forða skepnunum frá kuldanum að utan. Ekki er timbur til í forskála þessum, nema í dyratré og hurðarnefnu, sem er svo lág, að sláni eins og ég verður að beygja sig í keng til að komast inn. Reft er yfir göngin með miklum hellum, fyrst á þverveg með nokkru bili í milli, þá á langveginn síðan þak- hellur þar ofaná, loks er tyrft. Eins og sjá má af grunnrissi eru fimm básar í fjósi þessu, tveir og tveir andhverfir, en einn í beinu framhaldi af göngum, svonefndur hlöðubás; segir Jónas frá Hrafnagili í íslenzk- um þjóðháttum, að þar hafi nautið verið. Hugsazt gæti, að nafngiftin stafaði af því, að inngangur í hlöðu hafi verið nýttur, en nafnið haldizt, þegar hlaðan var aflögð; væri gaman að fá skýringu á orði þessu, ef einhver vissi betur. Fleira er markvert við fjós þetta. Engin jata er í því, gefið er beint í básinn, og kemur það heim við lýsingu Jónasar. Skilin milli bása eru úr gríðarstórum steinhellum reistum uppá rönd, beizlur, berðslur eða birðslur er 22 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.