Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 108
það ekki að ekki hafi verið um neina and-
stöðu að ræða annarsstaðar, andstaðan kom
þar aðeins fram í öðru formi, leikhússaga
Rússlands, Spánar, Ítalíu og Frakklands frá
tímabilinu eftir 1900 ber þess glögg vitni.
Við skulum nú virða nánar fyrir okkur þrjá
fulltrúa leikritunar nútímans, þá Bert Brecht,
Paul Claudel og Eugene Ionesco.
Bert Brecht byrjaði sem expressionisti, en var
fljótur að yfirgefa þær herbúðir. Hann gekk
síðar í skóla leikhefðar heimsins og kynnti
sér alla hina þrautreyndu möguleika leikrit-
unarinnar. Hans eigin vitnisburður er nær-
tækastur, hann lýkur Ljóði leikritunarhöf-
undarins með eftirfarandi línum:
Lese ich nach die Darstellungen anderer
Völker und anderer Zeitalter.
Ein paar Stiicke habe ich nachgeschrieben,
genau
Prúfend die jeweilige Technik und mir
einprágend
Das was mir zu statten kommt.
Ich studierte die Darstellungen der grossen
Feudalen
Durch die Englánder, reicher Figuren,
Denen die Welt dazu dient, sich gross zu
entfalten.
Ich studierte die moralisierenden Spanier,
Die Inder, Meister der schönen
Empfindungen
Und die Chinesen, welche die Familien
darstellen
Und die bunten Schicksale in den Stádten.
Skóli hans er semsagt hin evrópska hefð fyr-
ir veruleikastælinguna og Indland og Kína
þar sem veruleikastælingin hefur aldrei
þekkzt. Mikilvægi Brechts liggur ekki í ný-
sköpun heldur í endurnýjun. Hann leitar að
gleymdum möguleikum að skrifa fyrir sviðið,
það sem honum fellur notar hann og aðhæfir
það nútímanum, í því er snilld hans meðal
annars fólgin. í beztu verkum sínum notar
hann tækni dæmileiks (sbr. dæmisaga), en
dæmileikurinn er þekkt fyrirbrigði í miðalda-
leikhúsi Evrópu og kínverska leikhúsinu. At-
burðarásin er atburðarás leiks, allir vita að
það er leikur. Örlögin sem sýnd eru eru örlög
ákveðins fólks á ákveðnum tíma og um leið
dæmigerð örlög manneskjunnar, sem berst
gegn kúgun, lygi og misrétti með misjöfnum
árangri. Innihald verka hans skiptir okkur
ekki miklu máli hér, það er oft nokkuð beinn
andkapitalískur áróður, beztu verk rísa upp
yfir áróðurinn og fá hið almenna gildi sem er
aðall góðra leikverka. Tæknibrögð hans skipta
okkur meira máli. í Mann ist Mann (1926)
verður fyrstu áhrifanna frá leikhúsi Asíu vart.
104
BIRTINGUR