Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 123
bak við hina bláu jökla
er brúðurin hans.
Upphöf kvæðanna í Svörtum fjöðrum segja
þegar svo mikið: Alein sat hún við öskustóna,
eða Dimmt er á dökkumiðum,
eða: Ég horfði út í myrkrið og hlustaði á, og:
Nú skal leika á langspilið veika, allir þekkja
kvæðið um Litlu Gunnu og Litla Jón og
Öbbu-löbbu-lá.
Fyrir Svartar fjaðrir hlaut Davíð styrk til þess
að ferðast suður á Ítalíu og þaðan kom hann
fullur af hrifningu með mikið af nýjum ljóð-
um og stemmum sem sigldu beint inn í þjóð-
arhjartað. Hann staðfesti sig sem töfrarinn og
trúbadorinn, hjartasöngvarinn. Allar heima-
sætur lærðu ljóð eftir Davíð og margar
dreymdi um skáldið og fengu ljúfan sting í
hjartað. Eftir Ítalíuferðina kom bókin Kvæði
1922 með Kaprí-kvæði, kvæðinu um Katarínu,
Dalakofanum:
Vertu hjá mér Dísa meðan kvöldsins klukkur
hringja
og kaldir stormar næða um skóg og eyðisand
þá skal ég okkur bæði yfir djúpið dökka
syngja
heim í dalinn þar sem ég ætla að byggja og
nema land.
Þetta kunna allir og hafa sungið. Eða:
Ég elska þig Tína Rondóní
ég elska þitt umbríska vín
allar vörður og vegir vísa til þín
ég kom yfir íshaf og Alpa
sem fátækur förusveinn
ég hef reikað í menningarmyrkri
um mannheima einn
ég hef drepið á dyr hins lærða
spekinginn spurt um ráð
setið við svikarans fætur
og sannleikann þráð.
En þegar maður fer að nefna ljóð eftir Davíð,
hvernig á að hætta, hvað á ekki að nefna?
Þetta eru auðskilin og einföld ljóð, þið lesið
þau sjálf og vitið ekki fyrr en þið kunnið þau,
þau eru einmitt fyrir æskuna og draumana
sem búa í hjörtum ykkar.
Við skulum nefna næstu bækur Davíðs.
Kveðjur komu 1924 með Helgu Jarlsdóttur
og Jóhannesi skírara, Guðmundi góða og
kvæðinu um Messalínu, — Ný kvæði komu
fimm árum síðar, þar voru kvæði einsog Hræ-
rekur konungur í Kálfskinni og Hallfreður
vandræðaskáld. Frá Hræreki sagði í Heims-
kringlu, Ólafur konungur helgi sem í kvæð-
inu heitir Ólafur kóngur digri, lét blinda
Hrærek og hrakti hann svo til íslands:
birtingur
119