Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 86
var tíður gestur hjá Gorkí kom þjótandi inn,
settist á rúmið og sló á ennið á sér: þeir voru
vitskertir. Ég mun hafa meira að segja um
þessa tíma síðar í endurminningum mínum.
Árið 1942 skrifaði ég grein þar sem ég sagði:
„Löngu áður en fasisminn réðist á land okk-
ar hafði hann gripið inn í líf okkar og af-
skræmt örlög margra manna.“ En jafnvel á
þeim tíma sem ég er nú að tala um gat ég
ekki skilið okkar eigin óhamingju frá þeim
illu tíðindum sem bárust úr vestri.
í lok febrúar tóku fasistarnir Teruel á ný.
Ítalía og Þýzkaland juku aðstoð sína við
Franco. Eden brýndi raustina gegn opinber-
um afskiptum ftalíu af Spánarstyrjöldinni;
hann var neyddur til að segja af sér, og þá
kom Chamberlain sem barðist fyrir samkomu-
lagi við Hitler og Mussolini. Hinar stórfelldu
sprengjuárásir hófust á Barcelona; á nokkr-
um dögum í marz voru 4000 borgarbúar
drepnir. Fasistarnir drógu saman lið og brut-
ust gegnum stöðvar lýðveldishersins í Ara-
gon. í einu blaðagreininni sem ég skrifaði
þessa mánuði má lesa eftirfarandi: „Á kvöld-
in uppi í herberginu mínu hlusta ég á út-
varp frá Barcelona. Útum gluggann á áttundu
hæð sé ég Ijósin í borginni. Hálfkæfð rödd
heyrist í tækinu: „Við höfum hrundið áhlaup-
inu á Fragavígstöðvunum." Kannski eru þeir
núna að varpa sprengjum á Barcelona?
Kannski eru svartstakkarnir að gera nýtt á-
hlaup á Fragavígstöðvunum?“ Fyrir mér var
Fraga ekki nafnið tómt, heldur borg þar sem
ég hafði oftlega dvalið. Ég sá fyrir mér göt-
urnar í Barcelona og skildi að stríðið milli
okkar og fasistanna var hafið. Á þessari stundu
var stríðið ekki háð á þingi rithöfunda þar
sem menn ræddu um það, hverjir hefðu verið
vingjarnlegir við Bruno Jesenskí, það var háð
þarna útfrá — á Spáni.
Ég velti því lengi fyrir mér, hvað ég ætti að
gera, og ákvað að skrifa Stalín. Koltsov
reyndi ekki að aftra mér, hann sagði aðeins:
„Finnst þér, að það borgi sig að vera að vekja
á sér athygli?" Ég skrifaði, að ég hefði verið
meira en ár á Spáni, þar væri minn staður,
þar sem ég gæti tekið þátt í baráttunni.
Vika leið, síðan önnur — það kom ekkert svar.
Biðin er það óþægilegasta undir svona kring-
umstæðum, en ég átti ekki annarra kosta völ.
Loks sendi ritstjóri ízvestiu, J. G. Selíkh, boð
eftir mér; hann sagði dálítið hátíðlega: „Þér
hafið skrifað félaga Stalín. Mér hefur verið
falið að ræða við yður. Félagi Stalín álítur,
að með tilliti til núverandi ástands í alþjóða-
málum sé heppilegra að þér verðið kyrr í
Sovétríkjunum. Þér geymið ef til vill bækur
og aðrar eigur í París. Við getum séð svo um,
að konan geti farið þangað og sótt þær.“
Ég hélt heim til mín, dapur í bragði, lagði
82
BIRTINGUR