Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 116
leikanum, til að ná sem bezt tilgangi sínum.
Leikformið hlaut því að verða einhæft og oft
fátæklegt miðað við það, sem áður var. Nú
var tímabilið á undan veruleikastælingunni
ekki alls staðar neitt blómaskeið leikhússins,
heldur þvert á móti tímabil grátklökkra
mærðarfullra leikrita þar sem ekki var feng-
izt við nein önnur vandamál en ýkt vanda-
mál hjartans. Þetta gildir að vísu ekki um allt
menningarsvæði okkar en stóran hluta af því.
Stærstu höfundar veruleikastælingarinnar,
Ibsen, Hauptmann, Shaw o. fl. voru ekki lé-
legir höfundar vegna skoðana sinna á hlut-
verki leikhússins, þeir voru góðir höfundar
þrátt fyrir þær. Aðferð þeirra var ein af hin-
um mörgu nothæfu aðferðum til að skrifa fyr-
ir leikhús. Sú staðreynd, að við nútímamenn
erum orðnir þreyttir á henni, er jafn eðlileg
og þreyta þeirra á því, sem á undan þeim var.
En „nútíminn" er ekki eins skýrt afmarkaður
og sum tímabilin á undan. Þegar veruleika-
stælingin hafði lifað sitt fegursta, opnaðist öll
leikhúshefðin á undan henni sem óþekktur
töfraheimur. Síðan hafa ýmsir kannað hann
og lært margt af, hvað verður í framtíðinni er
erfitt að seeja um, en sennilegt má þykja, að
tilraunirnar til fagurrænni leikhúslistar, sam-
ræmingar og skýrra heildaráhrifa sviðsverks-
ins sem listaverks verði um nána framtíð í há-
vegum höfð. Við höfum að vísu ekki enn
unnið hug á veruleikastælingunni, andi henn-
ar á enn sterk ítök víða. En árangur sá, sem
ýmsir leikhúslistamenn hins nýja leikhúss
hafa náð, sýnir að hér er sterk hreyfing á ferð.
Góður árangur x list er alltaf tengdur einstakl-
ingum, því er það, að hið nýja leikhús á sér
oft stað á fáum stöðum innan menningar
svæðis okkar þar sem hinir beztu listamenn
eru að starfi. Hin evrópska leikhúshefð er um
of í deiglunni enn til þess að árangur hennar
sé jafn. Form hennar er ekki eins fast mótað
og t. d. leikhúss Asíu, því getur gæðamunur-
inn á sýningum verið gífurlegur. Beztur árang-
ur næst þar sem góðir listamenn eru lengi
saman að starfi, því markmið hins nýja leik-
húss er oft fjarlægt því, sem algengt er og
það gerir oft kröfur til leikara sinna, sem
þeir eru ekki mjög vel undirbúnir að full-
nægja. Afleiðingin er mikil lenging æfinga-
tímans og jafnvel endurþjálfun. Leikhús for-
tíðarinnar komst af með miklu skemmri æf-
ingatíma, stundum svo skamman að okkur
virðist það næstum óskiljanlegt, þetta tvær
til fimm æfingar. Leikhúslistamenn nútímans
gera strangari kröfur til sín en svo að þeim
geti nægt slíkt. En samtímis vita þeir, að hinn
stutti æfingatími þýddi ekki alltaf lélegt leik-
hús. Hann var oftar sönnun þess að leikararn-
ir voru slíkir meistarar í list sinni að þeir
Jrurftu ekki fleiri æfingar. Verkin, sem leikin
112
BIRTINGUR