Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 32
út af ásendarnir ok var einart þak á húsinu og ekki gróit. Þá mælti Þorgils, at menn skyldu ganga at ásendum og treysta svo fast, at brotn- aði, eða ella gengi af innraftarnir". Heita má, að hér sé hesthúsinu lýst í meginatriðum ut- an það, að ásendarnir ganga ekki út af gafl- hlöðum. Hér stöndum við enn frammi fyrir þúsund ára gömlu byggingarlagi. Húsið er hið eina sinnar tegundar á landi hér, það ég bezt veit, einása hús og stoðarlaust. (Þeir brosa sjálfsagt í kampinn, gömlu mennirnir, yfir þessum undrunartón í orðum mínum yfir einu ómerkilegu hesthúsi, sem til var á hverjum bæ í þeirra sveit á sinni tíð, að það skuli allt í einu vera orðið ómetanlegt menn- ingarverðmæti, en svona er tíminn, góðir hálsar, breytingin snögg, og áður en varir, er hversdagshlutur orðinn markverð leifð fornra lífshátta. Það eru þessi skil tvennra tíma, sem hættulegust eru varðveizlu fornra gripa, þjóð- veldismönnum þætti ekki mikið til koma að sjá ryðguð sverð sín í glerskápum Þjóðminja- safnsins, þótt okkur þyki þau ómetanlegur fjársjóður.) Undrastrympa er jökullinn, styrkir eru raft- ar hans, sem spyrna í fergðan fjallsvegginn, sterkleg er undirstaðan á endalausum sandi, þó hefur þekjan brostið og veggurinn rofn- að á stöku stað: blár í svörtu mynzturneti rennur hann fram á milli byggða. Já, enda- laus er sandurinn, slétt, fágað gólf, sums staðar hefur arða og arða gleymzt, grasrótarbing- ur, strá á stangli, jafnvel býli, sem eykur ein- ungis á beinfleyga línu sjóndeildar, endalaus er sandurinn og endalaust er framboð litar og ljóss á slíkum degi, þegar sólin í vestur- lofti strýkir ský og jörð og sandinn, sem þyrl- ast upp undan vindólum sólar, strýkir fljótin til sjávar, áfram, áfram, í kvöld verður vind- urinn mjúklátari við gras, blóm og mann, sem heldur áfram að fá jöklinum nýjan og nýjan forgrunn, litríkan hálsklút, vandæk- brúnan sand, nýgróið hraun eða haustgrænan akur fyrir Öræfajökul. Við virtum fyrir okkur beizluna á Húsum í Holtum, það var eins og öldum væri svipt frá sjónum okkar, sams konar töfra- bragði er beitt við aðkomumann, sem lítur fyrsta sinn gamlar heyhlöður í Öræfum. Við gætum leikið okkur að því í huganum að koma þcim fyrir á hlöðugrunninum í Gröf, sem Gísli Gestsson safnvörður gróf upp hér um árið, og það mundi láta mjög nærri, að stafir þeirra féllu á stoðarsteinana þar, en Gröf er talin fara í eyði 1365. Gerð og upp- bygging hinnar þríásuðu hlöðu, eins og við sjáum þær í Hæðunum í Skaftafelli, Lækjar- húsum í Hofshverfi og Svínafelli, er örugg- 30 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.