Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 113
í verkum sínum beitir Ionesco ýmsum tækni-
brögðum hins gamla leikhúss, látbragðalist,
og þar með beinni skírskotun til ímyndunar-
afls áhorfenda, grímum, tónlist og jafnvel
leikbrúðuleik inn á milli leiks leikaranna.
Nokkur verka hans hafa verið sýnd á íslandi
svo ég tel ástæðulaust að vera að segja frá
þeim hér.
í stað þeirra höfunda, sem hér hafa verið tekn-
ir til dæmis, hefði alveg eins verið hægt að
taka einhverja aðra þrjá, Pirandello, Lorca,
Anouilh, eða Dúrrenmatt, Frisch, Wilder.
Hversu ólíkir þeir eru í heimsskoðun sinni og
viðhorfum flestum er andstaðan gegn veru-
leikastælingunni þeim öllum sameiginleg.
Þeir eru allir samhentir um endurnýjunina,
en kannski er það endurreisn, sem er lengra
komin en okkur grunar.
II. Leikhusið ,
Þreytan á veruleikastælingunni gerði ekki síð-
ur vart við sig innan leikhússins sjálfs en með-
al höfunda þess. Það, sem gerðist í leikhúsi
Evrópu á árunum um og eftir fyrri heims-
styrjöldina, var af mörgum toga og ekki allt
samhljóða um mörk og mið. Heildareinkenn-
m eru samt hin sömu og meðal rithöfundanna,
endurnýjun. Leikhúsmönnunum fannst veru-
leikastælingin vera að ganga af leikhúsinu
dauðu og því voru viðbrögð þeirra oft heift-
úðug og markmiðin hæpin. Það er ekki staður
hér til að gera því öllu nákvæma grein, en
þess má geta að miðsetrin voru Moskva, Par-
ís og Berlín. í Moskvu varð baráttan fyrir
hinu nýja leikhúsi að harmsögu. Forystu-
mönnum þess var bannað að starfa og sumir
þeirra sviptir lífi er þeir báru hönd fyrir höf-
uð sér eins og Meyerhold, sem starfaði í sömu
stofnun og Stanislavsky með Maxim Gorki
að tilraunum í átt til hins nýja leikhúss.
Helztu einkenni hins nýja rússneska leikhúss
var krafan um alhliða artisiska þjálfun leik-
arans og um leið notkun þeirrar hæfni í svið-
setningum. Leikarinn varð að geta sungið,
dansað og stokkið eins og færasti fimleika-
maður, auk þess varð hann að vera snjall lát-
bragðslistamaður. Það segir sig sjálft að þessir
listamenn sóttu viðfangsefni sín í leikhúsbók-
menntirnar fyrir veruleikastælinguna eða þá
til Asíu. Gorki og Meyerhold fengust við end-
urnýjun á commedia dell’arte og einnig við
óritaða leiki þar sem leikararnir sömdu sjálfir
textann jafnóðum. Frægasta sviðsetning snill-
ingsins Wachtangow var Turandot eftir Fen-
eyjameistarann Gozzi og Tairoff vann stóran
sigur með sviðsetningu hins gamla indverska
æfintýris Shakuntala.
Frægastur Rússanna varð samt Konstantin
Stanislavsky, ekki fyrir andstöðu gegn veru-
leikastælingunni, heldur fyrir að fullgera
I5IRTINGUR
109