Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 84
kaupa hluti.“ (Luppol entist enn í hálft ann-
að ár, þá biðu hans sömu örlög og svo margra
annarra.)
Visjnévskí öskraði, að allir rithöfundar, jafn-
vel gömlu mennirnir, ættu að læra her-
mennsku. Hann talaði um stökkvandi árás-
arsveitir, hernaðarlega mikilvæga vegi, skörð
í fylkingar óvinanna.
Ég hitti fólk sem var mér mjög framandi og
það fór vel á með okkur: okkur fannst við
standa hver við annars hlið einsog hermenn
í stríði. Enn var ekkert stríð, en við vissum
að það var óhjákvæmilegt. Það mátti til sanns
vegar færa, að við stæðum hér í skotgröfum
og stórskotaliðið væri að skjóta á sína eigin
menn eins og gerzt hafði við Teruel.
Grígorvitsj hafði sagt, að skytturnar úr lýð-
veldishernum sem skutu á þorpið þar sem
þeirra eigin menn voru fyrir hefðu til allrar
hamingju ekki hitt í mark. Jezov hafði nú
torgin í sigti og sparaði ekki skotin. Ég segi
Jezov, því þegar þetta var, hélt ég að hann
bæri ábyrgðina á öllu saman.
í síðasta bindi endurminninga minna mun
ég reyna að gera reikningsskil, segja hvað ég
held um Stalín, um ástæðurnar fyrir mistök-
um okkar, um allt það sem hvílir svo þungt
á hjarta hvers manns af minni kynslóð. í
þessu sem hér er skráð mun ég takmarka mig
við að lýsa, hvernig ég þá skildi (eða öllu held-
ur misskildi) það sem var að gerast. Ég skildi,
að fólk var ákært fyrir glæpi sem það hafði
ekki og gat ekki hafa drýgt, og ég spurði
sjálfan mig og aðra: hvers vegna, til hvers?
Enginn gat gefið mér neitt svar. Við skild-
um hvorki upp né niður.
Ég var viðstaddur setningu Æsta Ráðsins —
blaðið sá mér fyrir aðgangskorti. Elzti full-
trúinn, hinn áttræði lærdómsmaður, A. N.
Bach, sem hafði setið í Narodnaja Volja (vilja
þjóðarinnar) fyrir langa löngu, las upp ræðu
sína af blöðum og endaði auðvitað á því að
nefna Stalín. Því var fagnað með þrumandi
lófataki. Ég fékk ekki betur séð en lærdóms-
maðurinn gamli riðaði við einsog fyrir
sprengjuþrýstingi. Ég hafði pallsæti, þar voru
venjulegir Moskovítar — verksmiðjuverka-
menn og skrifstofufólk — allt í kring um mig,
og þeir létu eins og þeir væru óðir.
En hvers vegna að tala um Moskovítana? Jafn
langt í burtu sem í Andalúsíu hafði ég séð
hermenn úr landvarnarliðinu mæta dauðan-
um með hrópinu „Estalín!" (en það er fram-
burður Spánverja á nafni Stalíns). Við tölum
mikið um persónudýrkunina. í ársbyrjun
1938 var þetta nær því að vera „dýrkun“ í
sinni upphaflegu trúarlegu merkingu. í hug-
um milljóna manna var Stalín orðinn eins-
konar dularfullur hálfguð; hver einasti mað-
ur nefndi nafn hans með lotningu og trúði
80
BIRTINGUR