Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 84

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 84
kaupa hluti.“ (Luppol entist enn í hálft ann- að ár, þá biðu hans sömu örlög og svo margra annarra.) Visjnévskí öskraði, að allir rithöfundar, jafn- vel gömlu mennirnir, ættu að læra her- mennsku. Hann talaði um stökkvandi árás- arsveitir, hernaðarlega mikilvæga vegi, skörð í fylkingar óvinanna. Ég hitti fólk sem var mér mjög framandi og það fór vel á með okkur: okkur fannst við standa hver við annars hlið einsog hermenn í stríði. Enn var ekkert stríð, en við vissum að það var óhjákvæmilegt. Það mátti til sanns vegar færa, að við stæðum hér í skotgröfum og stórskotaliðið væri að skjóta á sína eigin menn eins og gerzt hafði við Teruel. Grígorvitsj hafði sagt, að skytturnar úr lýð- veldishernum sem skutu á þorpið þar sem þeirra eigin menn voru fyrir hefðu til allrar hamingju ekki hitt í mark. Jezov hafði nú torgin í sigti og sparaði ekki skotin. Ég segi Jezov, því þegar þetta var, hélt ég að hann bæri ábyrgðina á öllu saman. í síðasta bindi endurminninga minna mun ég reyna að gera reikningsskil, segja hvað ég held um Stalín, um ástæðurnar fyrir mistök- um okkar, um allt það sem hvílir svo þungt á hjarta hvers manns af minni kynslóð. í þessu sem hér er skráð mun ég takmarka mig við að lýsa, hvernig ég þá skildi (eða öllu held- ur misskildi) það sem var að gerast. Ég skildi, að fólk var ákært fyrir glæpi sem það hafði ekki og gat ekki hafa drýgt, og ég spurði sjálfan mig og aðra: hvers vegna, til hvers? Enginn gat gefið mér neitt svar. Við skild- um hvorki upp né niður. Ég var viðstaddur setningu Æsta Ráðsins — blaðið sá mér fyrir aðgangskorti. Elzti full- trúinn, hinn áttræði lærdómsmaður, A. N. Bach, sem hafði setið í Narodnaja Volja (vilja þjóðarinnar) fyrir langa löngu, las upp ræðu sína af blöðum og endaði auðvitað á því að nefna Stalín. Því var fagnað með þrumandi lófataki. Ég fékk ekki betur séð en lærdóms- maðurinn gamli riðaði við einsog fyrir sprengjuþrýstingi. Ég hafði pallsæti, þar voru venjulegir Moskovítar — verksmiðjuverka- menn og skrifstofufólk — allt í kring um mig, og þeir létu eins og þeir væru óðir. En hvers vegna að tala um Moskovítana? Jafn langt í burtu sem í Andalúsíu hafði ég séð hermenn úr landvarnarliðinu mæta dauðan- um með hrópinu „Estalín!" (en það er fram- burður Spánverja á nafni Stalíns). Við tölum mikið um persónudýrkunina. í ársbyrjun 1938 var þetta nær því að vera „dýrkun“ í sinni upphaflegu trúarlegu merkingu. í hug- um milljóna manna var Stalín orðinn eins- konar dularfullur hálfguð; hver einasti mað- ur nefndi nafn hans með lotningu og trúði 80 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.