Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 132
SIÐAMEISTARI: Jú, 37 plús 28 cru 65.
LÍKIÖ: Ómótmælanlcga — og það eru meira að segja var-
anlcg sannindi.
FRÉTTAMAÐUR (hvíslar): Góðir hlustendur, hér býðst
mér og okkur öllum alveg einstætt tækifæri: ég tek við-
tal við líkið . .. tveggja manna tal, veskú.
LÍKIÐ: Svo þú segir það hafi verið 38.
SIÐAMEISTARI: 37.
LÍKI©: Hvað varstu þá að tala um átta?
SIÐAMEISTARI: Að það væru 28 Ar síðan. (Snögglega
óþolinmóður.) Sko, ef það hefði verið 38, þá væru liðin
27 ár, en af þvf það var 37, þá eru liðin 28 ár.
LÍKIÐ: Gleður mig hvað jn'i ert orðinn duglegur að
leggja saman, vinur minn. Ég man þú varst þó heldur
klénn f meðferð talna, þegar þú byrjaðir f hagfræðinni
hjá mér árið____árið ...
SlfiAMEISTARI: 1930.
FRÉTTAMAÐUR: Heiðraða þjóðhetja, vilduð þér vera
svo elskulegur að leyfa mér að eiga við yður stutt við-
tal fyrir útvarpið okkar?
LÍKIÐ: Ég hef nú ekki margt að segja — heldur fátt
drifið á dagana upp á sfðkastið ... ja, ég vona yður sé
ljóst, að ég fluttist hingað fyrir nokkrum árum og
ekki gert ráð fyrir því að ég legði mikið til málanna
eftir Jrað.
FRÉTTAMAÐUR: Mig langaði að spyrja um skoðun
yðar á heimsástandinu.
LÍKIfi: Ég hef nú ekki fylgzt svo mikið með því að
undanförnu ...
FRÉTTAMAfiUR: Hvað scgið þér um kalda strfðið?
LÍKIÐ: Spánarstrfðið, vilduð þér víst sagt hafa?
FRÉTTAMAÐUR: Nei, nei, sko, stríðið á Spáni — það
er búið. Nei, ég átti nákvæmlega við kalda stríðið.
LlKIfi: Um hvað cr það háð?
FRÉTTAMAÐUR: Um stjórnmál að sjálfsögðu ... mark-
mið og leiðir ... stefnur.
LÍKIÐ: Vitaskuld. Ég þurfti varla að spyrja. Hafa margir
fallið?
FRÉTTAMAÐUR: Oncinei — nokkrir tugir þúsunda ...
á þeim stöðum, þar sem það liefur orðið heitt.
LÍKIÐ: Já einmitt það.
FRÉTTAMAfiUR: Þér viljið kannski síður láta f Ijós
skoðun yðar á heimsástandinu?
LÍKIÐ (rösklega): Ég læt í ljós þá skoðun á heimsástand-
inu, að það eigi að rækta meiri kartöflur.
KIRKJUGARÐSSTJÓRI: Já, er ekki hægt að fara að
hrista þetta afl Við kirkjugarðsmenn höfum í mörg
horn að líta.
LÍKIfi: Nei, sæll vert Jni, kirkjugarðsstjóri. Gaman að
hitta aftur fornan vin.
KIRKJUGARÐSSTJÓRI: Ég eyði ógjarnan orðum á
svikara, haaa.
LÍKIÐ: Nei — og tannlæknirinn minnl Margblcssaður.
TANNLÆKNIR (stuttur f spuna): Komdu sæll.
LÍKIfi: Fyndist þér ekki tilvalið að draga úr mér fáeina
jaxla núna, ha, þegar svona auðvelt er að komast að
þeim?
TANNLÆKNIR: Töngin er alltaf reiðubúin, prófessor.
LÍKIÐ: Þar snerirðu á mig ... mig grunaði ekki þú værir
með hana hér.
TANNLÆKNIR: Þar sem ég er, þar er stóra jaxlatöngin
mfn. Við höfum það hlutverk að draga tennurnar úr
þjóðinni.
FRÉTTAMAfiUR: Þessi hátíðlega athöfn hefur því miður
ekki farið alveg eftir áætlun. Eins og ég hef cinlægt
sagt: það á ekki að útvarpa beint, heldur af segulbandi.
En nú sýnist mér siðameistarinn ætla að láta hendur
standa fram úr ermum.
SIÐAMEISTARI: Góði vinur. Nú vil ég sem siðameistari
hins opinbera biðja þig að halla þér aftur út af, svo
liægt sé að láta lokið á.
LÍKIfi: Láta lokið á?
128
BIRTINGUR