Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 158

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 158
TIL LESENDA Birtingur hefur aldrei fylgt háttum hins reglufasta bókhaldara, sem sezt í stólinn sinn á mínútunni níu morgun hvern og hverfur mæðulegur til dyra á slaginu fjögur. Heftin hafa fengið að vaxa í næði, og því hefur út- koma þeirra aldrei getað íylgt fyrirfram ákveðnum degi. Þó er nú svo langt um liðið, síðan Birtingur var seinast á ferð, að skýring verður að fylgja afsökunarbeiðni til kaup- enda. Öllum mun kunnugt, að útgáfa Birtings hef- ur jafnan verið hjástundaiðja örfárra manna, sem mörgu öðru þurftu að sinna. Seinustu missiri hefur högum þeirra verið svo háttað, að þeir hafa ekki getað rækt Birting sem skyldi: Thor Vilhjálmsson hefur dvalizt lang- dvölum í Suðurlöndum, Jón Óskar verið á faraldsfæti utan lands og innan, Hörður Ág- ústsson sökkt sér í rannsókn íslenzkrar byggð- armenningar, Björn Th. verið að skrifa mynd- listarsögu íslands, og undirritaður hafði fast- ráðið „að fara í land eftir tíu ára þrásetu við árina“. Sýndist því horfa fremur dauflega um „framhaldslíf" Birtings. En sannleikurinn er sagna beztur: útgefendum varð því Ijósara sem lengra frá leið, að án Birtings er alls ekki hægt að vera, og fjöldi kaupenda hefur á sömu forsendu beinlínis krafizt þess, að útgáfunni verði haldið áfram. Skýringarinnar er skammt að leita: Birtingur er eina frjálsa menningar- ritið hérlendis, og slíks rits er þörf, meðan frjáls hugsun, frjáls sköpun leitar sér leik- vangs á íslandi. Og hvað er þá um að tala annað en heilsa að nýju reifur og virðingar- fyllst með kæru þakklæti fyrir síðast? Þetta er stærsta Birtingshefti sem út hefur verið gefið. Ætlunin er, að lesendum berist jafnmargar lesmálssíður til viðbótar á þessu ári, og yrði þá allt komið í rétt horf um ára- mót. Kunnáttumenn um útgáfumál hafa löngum legið okkur á hálsi íyrir að verðleggja Birting allt of lágt. Því er ekki að neita, að það lýsir nokkrum virðingarskorti að selja árganginn lægra verði en goldið er fyrir leikhúsmiða að lapþunnri brandaramysu. En hér er á fleira að líta: þeir eru tiltölulega fáir, sem standa straum af útgáfukostnaði íslenzkra menning- arrita, og ekki allir loðnir um lófana. Þess vegna höfum við verið svo hófsamir í verð- lagningu, að það hefur bitnað á útgefendum og þó sérstaklega ritinu sjálfu. Vegna síhækk- andi verðlags varð þó ekki umflúið að þoka árgjaldinu töluvert upp á við. Eftir sem áður er áskriftargjald Birtings lægra en verð tveggja aðgöngumiða að Járnhausnum. Með þessu hefti lýkur 10. ári Birtings í nú- verandi gerð. Við þökkum kaupendum tryggð við ritið, ekki sízt þeim sem verið hafa með frá upphafi, og hvetjum þá til að halda fast um eldri árgangana, því að kompletteintak af Birtingi er orðinn fágætur gripur sem selst á þúsundir króna. Gleðilegt sumar, góðar stundir. Einar Bragi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.