Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 142
„Vel á minnzt, fyrst þér segið „okkar á milli“,
ætla ég að segja yður ofurlitla sögu:
Þegar ég var sendiherra lands míns var ég eitt
sinn í Bandaríkjunum og þurfti að ferðast í
lest. Með því að ég var í utanríkisþjónustu,
hafði verið séð fyrir öllu: farangri, bíl til að
aka mér á járnbrautarstöðina, miðum á fyrsta
farrými. Þér vitið. Gott og vel.
Ég litaðist um, þegar ég var kominn upp í
vagninn: hreinræktaðir hvítir menn og ég
einn svartur. En ég gerði mér enga rellu út
af þessu. Ég kom mér vel fyrir í sætinu; ég
reyndi að opna dagblað, en a£ landslaginu í
kring, af hverjum steini, hverju húsi, — þetta
var allt svo risavaxið —, lagði kraft, sem laðaði
mig að sér og hélt mér föngnum af hrifningu ..
Mér fannst hvítur maður, sem sat við hliðina
á mér, kippa handleggnum burt af bríkinni
milli sætanna, þegar hann fann fyrir hand-
leggnum á mér. Ég baðst afsökunar, hélt ég
hefði ýtt óvart við honum. Hann leit ekki á
mig og svaraði ekki aukateknu orði. En ég
gerði mér heldur enga rellu út af þessu smá-
ræði...
Þrátt fyrir loftræstinguna var kæfandi hiti í
vagninum. Loftið, sem við önduðum frá okk-
ur, hafði blandazt pípu- og vindlingareyk,
þétzt á rúðunni og varpað yfir hana móðu.
Handan rúðunnar virtist náttúran miskunn-
arlaus í hörðu frostinu.
Stromparnir ruddu úr sér ógnarmiklum reyk,
sem staðnaði í loftinu. Hversu margir bílar
verða þetta. Þeir framleiða slík kynstur af
stáli. Það er stórfenglegt!
Áþekkur hvítum skýjum, sem leysast upp,
þyrlaðist snjórinn allt í kring, sópaðist af
þökunum með vindinum og stráði silfri yfir
hæðirnar. Kuldinn gerði brúnir greinanna
egghvassar; þær höfðu verið naktar svo lengi,
svo lengi, alveg síðan í haust.“
Doktor Dieudonné tók upp silfurbúið vindl-
ingaveski: „Reykið þér?“Hann bauð viðræðu-
manni sínum og fékk sér síðan sjálfur. Án
þess að líta af doktor Dieudonné þreifaði
málarinn í vasann eftir eldspýtnastokki.
Doktorinn þuklaði kveikjarann sinn.
„Ég sagði,“ hélt hann áfram, „bíðum við . . .
Já ég var að segja yður, að lestin hefði haldið
áfram ferðinni . . . Lestarstjórinn birtist:
hendur eru réttar fram samtaka, og dálítill
kliður breiðist út. Ég fer líka í veskið og tek
upp miðann minn. Ég skoða hann vandlega,
af ótta um, að orðið hafi einhver þessara smá-
mistaka, sem gera okkur lífið leitt að ástæðu-
lausu. Nei, ekkert: fyrsta farrými. Afbragð.
Ég hélt áfram að dást að amerísku landslagi
og handfjatlaði miðann minn.
„Þér!“ er hrópað hvellt.
Ég lít rólega upp til að sjá, hvað sé á seyði
í þessum vagni vel uppalinna manna. Ég
138
BIRTINGUR