Birtingur - 01.01.1964, Page 111
orð úr munni, sem kannski verða skilin bet-
ur síðar. Einn £élaga hans í andstöðunni við
veruleikastælinguna var höfuðskáld kaþólsk-
unnar á 20. öld, Paul Claudel. Claudel skri£-
aði einnig verk í anda veruleikastælingarinn-
ar, en hann byrjaði skáldferil sinn fyrir utan
hana og lauk honum með tveim verkum í full-
kominni andstöðu við hana. Claudel nýtur
snemma beinna kynna af leikhúslist Asíu sem
diplómat bæði í Kína og Japan. Hann er
sennilega eini evrópumaðurinn, sem skrif-
að hefur noh-leikrit, er leikið hefur verið
á þjóðleikhúsi Japans.
Eitt frægasta verk hans er Boðun Maríu.
trúarlegt drama ofar allri veruleikastælingu.
Verkið er heimur út a£ fyrir sig, atburðarás,
mál og tími eru sjálfstæð sköpun skáldsins.
Andstaðan gegn veruleikastælingu og raun-
særri efnishyggju kemur ekki aðeins fram í
meðferð efnisins, heldur einnig í efnisvalinu
sjálfu. Ung og fögur bóndadóttir, Violaine,
fórnar lífshamingju sinni, eða því sem menn
almennt eiga við með því hugtaki, a£ samúð
með holdsveikum kirkjusmið, sem reynt hafði
að taka hana nauðuga nokkru áður en ekki
tekizt. Hann lítur á kaun sitt sem refsingu
fyrir það, sem hann ætlaði að fremja. Þegar
þau hittast a£ tilviljun um nótt og eiga tal
saman, lýkur hún því með því að kyssa hann.
Hún verður nú sjálf veik og verður að yfir-
gefa heim hinna heilbrigðu. Systir hennar,
Mara, hlýtur manninn sem Violaine elskaði,
en Mara hafði lengi unnað honum í leynum.
Violaine lofar Guð í útlegð sinni, trúarstyrk-
ur hennar minnkar ekki þrátt fyrir hlutskipt-
ið. Aðfangadagskvöld nokkurt kemur Mara
til hennar í hellinn með lík nýfæddrar dóttur
og skipar henni að vekja hana til lífs. Vio-
laine biðst undan slíku boði en tekur barnið
í fang sér og biður systur sína að lesa fyrir sig
texta hátíðarinnar. Undir morgun gerist
kraftaverkið, barnið fæðist að nýju, það fær
nýtt líf af Violaine og einnig bláu augun henn-
ar í stað dökkra augna Möru, sem það hafði
haft í fæðingunni. Boðun Maríu er djarft og
hugtækt verk, sem alls staðar hefur vakið
rnikla athygli þar sem það hefur verið sýnt.
í höfuðverki sínu, Silkiskónum, sprengir
hann ramma veruleikastælingarinnar gjöisam-
lega. Flestum tæknibrögðum allrar leikhús-
hefðarinnar er beitt og aldrei reynt að draga
dul á að hér er verið að leika fyrir áhorfendur.
Sviðsskiptingarnar fyrir opnu tjaldi, leiksviðs-
stjórinn að verki. Leikararnir standa á sviðinu
og bíða eftir að vera kallaðir til leiks o. s.
frv. Öll innri gerð verksins sjálfs brýtur öll
boð raunsæis og veruleikastælingar. Sögusvið
verksins er allur heimurinn á tímum landa-
fundanna miklu, Evrópa, Asía, Afríka og Am-
eríka. íbúar himinsins eins og St. Jakob og
birtingur
107