Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 66
sanna eðli tilverunnar. Roquentin finnst allt,
sem hann snertir, vera á iði, lifandi. Honum
virðast dauðlegir hlutir vera límkenndir, slím-
ugir og blautir. Allt er yiirborðskennt, öllu er
ofaukið. Allt veldur honum óþægindum.
Mannlegar verur eru einnig yfirborðskennd-
ar, og sama gildir um hann sjálfan. — „Og ég
— linkenndur, veikgeðja, ruddalegur, símelt-
andi mat og innantómar hugsanir — einnig
mér var ofaukið."
Að hvaða leyti eru óþægindi Roquentins há-
spekilegs eðlis? Hann lætur sig dreyma um
heim, þar sem tilveran er eins og samstillt vél,
líkt og í heimsmynd Newtons eða Leibnitz;
þar sem allt er skynsemdarlegt, skipulagt og
fyrirfram ákveðið; þar sem allt er bein af-
leiðing hvað af öðru; allt hefur tilgang; heim,
þar sem sömu siðferðislögmálin gilda um alla
menn, þar sem lögmál vísindanna eru óhagg-
anleg. I slíkum heimi mundi Roquentin loks
öðlast sálarró. Höfundurinn sjálfur þjáist
auðvitað af þessum sama sjúkdóm.
Roquentin gerir ráð fyrir því strax frá byrj-
un, að heimurinn verði að vera eins og hann
hugsar sér hann; skynsemdarverund, þar sem
tilvera allra hluta er á einhvern hátt óhjá-
kvæmileg; hefur tilgang. Mitt í ógleðikastinu
skynjar hann skyndilega, að tilveran er alls
ekki svona; honum verður ljóst, að tilveran
er ekki abstrakt fyrirbrigði; hún er það deig,
sem allir hlutir eru mótaðir úr. Þessi lím-
kenndi, ómótaði, lini og þvali hrærigrautur,
hinn áþreifanlegi heimur, eins og hann kem-
ur manni fyrir sjónir, er hinn eini og sanni
veruleiki; ekkert annað né æðra er til. Einn
góðveðursdag situr Roquentin í almennings-
garði og virðir fyrir sér rætur gamals hnetu-
trés. Þessi svarti litur, eins og Roquentin
skynjar hann, er ekki aðeins venjulegur litur,
heldur einhvers konar mar eða gröftur, eitt-
hvað, sem vellur. Enn fremur minnir þessi
sýn hann á einhverja vissa lykt, til dæmis af
döggvaðri jörð, eða jafnvel á bragð af ein-
hverju sætkenndu efni. Og þar sem hann
situr þarna og starir dolfallinn á ræturnar, er
hann skyndilega gripinn óhugnanlegu hrifn-
ingaræði, og einmitt í þeirri andrá rennur
upp fyrir honum, hvað það er, sem ógleði
hans ber vott um, og um leið, hvað til-
veran er. Hann uppgötvar, að allt byggist á
tilviljunum. „Maður getur ekki skilgreint til-
veruna sem óhjákvæmilega. Að vera til er að-
eins að vera staddur hér — af tilviljun."
Nú munu sumir spyrja: Hvers vegna þessi
heilabrot? Þegar öllu er á botninn hvolft, þá
er þessi áhrifamikla uppgötvun Roquentins,
að öll tilveran byggist á tilviljunum, það sama
og David Hume benti á á 18. öld. En þessi
uppgötvun felur í sér annað og meira en af-
1
62
BIRTINGUR