Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 33
lega miklu eldra byggingaríorm, eítilvill hö£-
um við fyrir augum megindrætti í húsakynn-
um landnámsmanna, langhúsið, eldskálann í
þeirri merkingu, er höfundur Grettlu leggur
í það orð, þegar hann segir: „Þat var háttr
í þann tíma, at eldskálar váru stórir á bæjum.
Sátu menn þar við langelda á öptnum. Þar
vóru borð sett fyrir menn og síðan sváfu
menn upp frá eldum. Konur unnu þar tó á
daginn“.
Byggingarlag þetta er þó fráleitt íslenzkt að
uppruna, því að til eru grunnleifar þess kon-
ar húsa á Norðurlöndum, sem eru mun eldri
en landnám íslands, enda er hér að minni
hyggju um alþjóðlegt fyrirbæri að ræða,
ákveðið stig í þróunarsögu hússins á jörðinni:
stafverkið, sem ég vil kalla svo. Margt ann-
að er íslendingum kunnara en sú tegund
timburgrinda í húsum, sem ég vil nefna staf-
smíð eða stafverk. Þess vegna væri ekki úr
vegi að drepa stuttlega á það hér.
Stalkirkjurnar norsku hafa villt um fyrir þeim
fáu, sem hér á landi hafa fjallað um efni
þetta og haldið, að ekkert væri stafverk nema
rómanskar timburkirkjur norskar. Staf-
kirkja er að vísu réttnefni, en þá má ekki
síður kalla innansmíð hlöðunnar þríásuðu
stafverk, og að því ég bezt fæ séð, hefur verið
stafverk á öllum íslenzkum húsum, kirkjum
jafnt sem skálum á fyrstu öldum íslands-
byggðar, einfaldlega vegna þess, að landar
okkar til forna hafa ekki kunnað til annars
verks. Sperruþakið og bindingsverksgrind er
síðbornara og fullkomnara tæknistig. Hvenær
það leysir hið eldra form af hólmi, er ekki gott
að segja að svo komnu máli, og sjálfsagt hef-
ur það tekið langan tíma, því að við sjáum
því ennþá bregða fyrir í útihúsum árið 1965.
Stafkirkjusmíðin norska er hátindur langrar
menningarsögulegrar þróunar líkt og forn-
bókmenntir okkar, hvort tveggja býr að eld-
fornri germanskri geymd, hvort tveggja nær
einstöku blómaskeiði um sama leyti við til-
komu kristins siðar, þess vegna eru fleiri
rómanskar hugmyndir í henni festar en ætla
mætti, og e£ einhver vill vera ótuktarlegur,
þá getur hann sagt, að stafkirkjan norska sé
timburstæling á rómanskri steinbasilíku. í
norsku stafkirkjunni er stafverkið dregið út
í öfgar undir annarlegum áhrifum suðlægrar
menningar, en útkoman verður samt snilld-
arverk í byggingarlist, eins og andstæður
kristins og heiðins siðar verða sagnariturum
íslenzkum sú kveikja snilldar, sem öllum er
kunn.
Vænlegra er því til skilnings á stafverki að
litast um annars staðar í tíma og rúmi, við
getum meira að segja farið út fyrir endimörk
vestrænnar menningar til að sjá ágætt dæmi
stafverks, t. d. til Japan. Elzta hús, sem Jap-
Mrtingur
31