Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 72
Þessi hugmynd kemur skýrt fram í öðru leik-
ritinu, sem Sartre skrifaði, Huis Clos (1943).
Enn einu sinni tekur hann til meðferðar eitt
af hindurvitnum trúarbragðanna, sem hann
er mótfallinn. Huis Clos fer fram í helvíti.
Þetta er eiginlega furðulegt helvíti, því að
það er gluggalaust herbergi, búið fáeinum
húsgögnum frá Öðru Keisaradæminu. Þrjár
persónur eru kynntar, hver á fætur annarri.
Allar búast þær við að finna „eld og brenni-
stein og pyndingaverkfæri.“ Svo fer ekki. Þeim
er ætlað að tortímast fyrir eigin verknað, þann-
ig að hver kvelur annan; „helvíti, — það er
annað fólk“.
í leikritinu koma fram tvær konur. Sú eldri
heitir Inés og er ákaflega hispurslaus kynvill-
ingur (eiginlega ætti hún að hafa hafnað ein-
hvers staðar annars staðar en í helvíti, sam-
kvæmt siðfræði Sartre, því að hún er ákaflega
sönn og einlæg). Inés hefur látið hrífast af
yngri konunni, Estelle, sem forðast hana og
leitast við að þóknast einu karlpersónunni í
leiknum. Garcin hefur aftur á móti aðeins
áhuga á að koma sér í mjúkinn hjá Inés, sem
fyrirlítur hann. Bæði Estelle og Garcin Ijúga
í fyrstunni upp ástæðu fyrir fordæmingu sinni,
en smám saman viðurkenna þau sannleikann.
Garcin er hugleysingi og í sjálfsblekkingu
sinni heldur hann dauðahaldi í þá tálvon ess-
entialismans (að áliti Sartres), að enda þótt
hann hafi ætíð verið bleyða, sé hann hugrakk-
ur að eðlisfari. Inés flytur honum þau sárs-
aukafullu boðorð existensíalismans, að maður-
inn sé það sem hann gerir og annað ekki.
Garcin hefur hvorki hæfileika né getu til þess
að vera hugrakkur. Hann er hugleysingi;
gerðir hans bera það með sér.
Eitt er þýðingarmikið í sambandi við Huis
Clos: persónurnar eru allar dauðar. Sumum
gagnrýnendum hefur fundizt leikritið „lítt
uppörvandi", og segja má, að það sé ekki
leiftrandi lífsmynd, þar sem það fjallar alls
ekki um lifandi verur. Lífi þessara persóna er
lokið, og enda þótt þær hafi engan kjarna eða
hæfileika framar, eiga þær engu að síður lífs-
sögu að baki; en þær eiga enga framtíð; þær
hafa engar fyrirætlanir framar. Þær eru því
fordæmdar í þeim skilningi, að þær hafa eng-
an möguleika á bjargræði. Ef Garcin hefði
verið lifandi, hefði stöðugt verið möguleiki
á því, að hann hætti að vera hugleysingi, tæki
sig á, yrði að betri manni. En þar sem hann
er dáinn, er það of seint. Hann getur ekki
bætt sig framar.
Sú ákvörðun Sartres að láta leikritið fara
fram í helvíti, er því ekki bara leikhúsbragð.
Það getur alveg með réttu gerzt í helvíti, vegna
þess að það fjallar um fordæmingu. Á þennan
hátt er nú tekinn til meðferðar nýr þáttur þess
hjálpræðis eða lausnar, sem La Nausée og Les
68
BIRTINGUR