Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 78
ILJA EHRENBURG: JEZOVSJTSJÍNA
Við komum til Moskvu 24. desember.* Irína
tók á móti okkur á brautarstöðinni. Við vor-
um í góðu skapi, við hlógum; leigubíll ók
okkur til hússins við Lavrúsjenskígötu. Peg-
ar við vorum komin inn í lyftuna, rak ég aug-
un 1 handskrifaða tilkynningu: „Það er bann-
að að nota salernið til að losa sig við bækur.
Það verður haft uppá hverjum þeim sem
óhlýðnast þessum fyrirmælum og honum refs-
að.“ „Hvað þýðir þetta nú?“ spurði ég Írínu.
Hún svaraði og gaf um leið lyftustúlkunni
hornauga: „Ég er fegin, að þið skulið vera
komin.“
Þegar við vorum komin inn í íbúðina gekk
Írína fast upp að mér og spurði í hálfum
hljóðum: „Hefurðu ekki frétt neitt?“
Langt fram á nótt voru þau, hún og Lapín,
að segja okkur frá öllu sem hafði gerzt: Það
var heillöng runa af nöfnum, og hverju nafni
fylgdi þetta nýja orðtæki: „tekinn“.
„Míkíténko? En hann er rétt nýkominn frá
Spáni, hann talaði á þinginu." „Hvað um
það?“ anzaði Írína. „Það er fólk þarna með
sem flutt hefur ræður, eða átt grein í Prövdu,
aðeins deginum áður.“
Ég varð mjög uppnæmur, og á eftir hverju
•) Þ. e. 1937. Ehrenburg kom þá frá Spáni. Ir/na dóttir
hans tók á móti þeim hjónunum á brautarstöðinni.
nafni spurði ég: „En hvers vegna hann?“
Lapín reyndi að finna einhverjar skýringar:
Pilnjak hafði verið í Japan. Trétjakov hitti
oft erlenda rithöfunda, Pavel Vasíljev drakk
og talaði of mikið, Brúno Jasenskí var Pól-
verji — allir pólsku kommúnistarnir höfðu
verið handteknir — Artjom Vésjolí hafði eitt
sinn verið með í Péréval-bókmenntaklúbbn-
um, kona málarans Sjúkajevs var kunnug ein-
um frænda Gogoberidzes, Tsjarents var of vin-
sæll í Armeníu, Natasja Stoljarova var ný-
komin frá Frakklandi. Írína svaraði mér ávallt
hinu sama: „Hvernig ætti ég að vita það?
Enginn veit það.“ Lapín gaf mér eftirfarandi
ráð með raunalegu brosi: „Spurðu engan. Og
ef einhver skyldi fara að tala um þetta, þá
skaltu bara slíta talinu.“
Írína var dálítið giöm: „Hvers vegna spurð-
irðu mig um Mírovu í símann? Vissirðu þá
ekki? Þeir tóku manninn hennar, svo kom
hún hingað á eftir honum, og þá handtóku
þeir hana líka.“ Lapín bætti við: „Þeir taka
oft konurnar og koma börnunum fyrir á upp-
eldisheimilum.“
(Ég komst fljótt að því, að Mírova var ekki
eini spánarfarinn sem varð hart leikinn. Ég
frétti af örlögum Antonov-Ovsejenkos og
konu hans, Rosenbergs, Gorévs, Grísíns og
margra annarra.)
Þegar ég hafði orð á því, að við mundum
I
74
BIRTINGUR