Birtingur - 01.01.1964, Page 78

Birtingur - 01.01.1964, Page 78
ILJA EHRENBURG: JEZOVSJTSJÍNA Við komum til Moskvu 24. desember.* Irína tók á móti okkur á brautarstöðinni. Við vor- um í góðu skapi, við hlógum; leigubíll ók okkur til hússins við Lavrúsjenskígötu. Peg- ar við vorum komin inn í lyftuna, rak ég aug- un 1 handskrifaða tilkynningu: „Það er bann- að að nota salernið til að losa sig við bækur. Það verður haft uppá hverjum þeim sem óhlýðnast þessum fyrirmælum og honum refs- að.“ „Hvað þýðir þetta nú?“ spurði ég Írínu. Hún svaraði og gaf um leið lyftustúlkunni hornauga: „Ég er fegin, að þið skulið vera komin.“ Þegar við vorum komin inn í íbúðina gekk Írína fast upp að mér og spurði í hálfum hljóðum: „Hefurðu ekki frétt neitt?“ Langt fram á nótt voru þau, hún og Lapín, að segja okkur frá öllu sem hafði gerzt: Það var heillöng runa af nöfnum, og hverju nafni fylgdi þetta nýja orðtæki: „tekinn“. „Míkíténko? En hann er rétt nýkominn frá Spáni, hann talaði á þinginu." „Hvað um það?“ anzaði Írína. „Það er fólk þarna með sem flutt hefur ræður, eða átt grein í Prövdu, aðeins deginum áður.“ Ég varð mjög uppnæmur, og á eftir hverju •) Þ. e. 1937. Ehrenburg kom þá frá Spáni. Ir/na dóttir hans tók á móti þeim hjónunum á brautarstöðinni. nafni spurði ég: „En hvers vegna hann?“ Lapín reyndi að finna einhverjar skýringar: Pilnjak hafði verið í Japan. Trétjakov hitti oft erlenda rithöfunda, Pavel Vasíljev drakk og talaði of mikið, Brúno Jasenskí var Pól- verji — allir pólsku kommúnistarnir höfðu verið handteknir — Artjom Vésjolí hafði eitt sinn verið með í Péréval-bókmenntaklúbbn- um, kona málarans Sjúkajevs var kunnug ein- um frænda Gogoberidzes, Tsjarents var of vin- sæll í Armeníu, Natasja Stoljarova var ný- komin frá Frakklandi. Írína svaraði mér ávallt hinu sama: „Hvernig ætti ég að vita það? Enginn veit það.“ Lapín gaf mér eftirfarandi ráð með raunalegu brosi: „Spurðu engan. Og ef einhver skyldi fara að tala um þetta, þá skaltu bara slíta talinu.“ Írína var dálítið giöm: „Hvers vegna spurð- irðu mig um Mírovu í símann? Vissirðu þá ekki? Þeir tóku manninn hennar, svo kom hún hingað á eftir honum, og þá handtóku þeir hana líka.“ Lapín bætti við: „Þeir taka oft konurnar og koma börnunum fyrir á upp- eldisheimilum.“ (Ég komst fljótt að því, að Mírova var ekki eini spánarfarinn sem varð hart leikinn. Ég frétti af örlögum Antonov-Ovsejenkos og konu hans, Rosenbergs, Gorévs, Grísíns og margra annarra.) Þegar ég hafði orð á því, að við mundum I 74 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.