Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 98

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 98
hann alla ævi skömm á iðjuleysi. Hann gekk undir allri fjölskyldunni og sá henni farborða og var aldrei frjáls maður. Oft sat hann við borðshorn í samkomusal fjölskyldunnar, litlu herbergi, meðan verið var að eta og drekka og kalla hlæja karpa, og samdi þar sínar fyrstu sögur í glaumnum. Framleiðslan fór sívax- andi, hann var kominn upp í 129 smásögur það árið sem mest varð. Hann segist sjálfur enga virðingu hafa borið fyrir sköpunargáfu sinni og beitti henni fyrst og fremst til að afla fjölskyldunni viðurværis. Upp úr 1880 varð þó mikil breyting á og hann fór að vanda sig æ meir, sögurnar dýpkuðu og þéttust og urðu þrungnar skáldlegri alvöru eftir því sem þær urðu færri; brátt varð ýmsum miklum bók- menntamönnum þess tíma ljóst að stórskáld væri komið fram. Tsékov lauk læknisfræði- náminu, byrðar fjölskyldulífsins hvíldu æ þyngra á honum og hann fór að þrá að kom- ast úr ánauðinni. Heilsan var orðin léleg, hann fór að spýta blóði. Alexander bróðir hans hvatti hann óspart að brjóta af sér helsið. Loks gat hann keypt sér hús í Melíkóvó þar sem foreldrar hans og systkini áttu jafnan friðarhöfn; þar bjó hann frá 1892 til 98, þetta voru frjó ár í ritstörfunum. Hann stundaði lækningar, annaðist mörg þúsund bændur sveitarinnar kauplaust, beitti sér fyrir margs konar góðgerðar- og framfarastarfsemi, enda var ekki vanþörf á. Oft hafði hann mikla gestanauð og meðal þeirra voru ýmsir mæt- ustu listamenn þess tíma. Hann kynntist Tol- stoi sem kallaði hann Púskin prósans. Rithöf- undarnir Kúprín, Búnín og Gorkí voru vinir hans og lærisveinar; Tsjaikovskí, málarinn Repín. Fagrar konur sóttust eftir félagsskap hans einkum þær sem voru líka gáfaðar, stundum var hann kannski ástfanginn, ein töfrandi kona segir að Tsékov hafi hafnað sér tvisvar og forsmáð; en nú er talið að sú kona sé fyrirmynd að Nínu í Máfnum sem yfirgefur unnusta sinn Treblév og varpar sér í faðm rithöfundarins Trígorín og elskar hann með mikill ólukku. En konan sem Tsé- kov forsmáði fór að elska rithöfundinn Póta- penkó og varð ekki sæl af því heldur. Frelsið var Tsékov svo mikils virði, kannski var hann hræddur við þessar konur þegar þær voru bæði fagrar og gáfaðar. Hann reis æ hærra í sagnagerð sinni. Kafaði dýpra og dýpra í lífið sem hann skynjaði svo ofursterkt í kringum sig. Leitaðist við að túlka það sem sannast og gagnrýni hans var vægðarlaus að sníða allt af sem hafði bragð af óþarfri glæsimennsku í stíl, hann hnitmiðaði sögur sínar með marg- slunginni tækni, þétti efni þeirra og skapaði andrúmsloft sem vefst um lesandann og seytl- ar inn í hann og víkur ekki þaðan. Hann var ekki síður næmur á náttúruna en fólkið, sögur 94 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.