Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 141
ARNOLDO PALACIOS: okkar á milli, svarti bróðir
Andri Isaksson þýddi
knda þótt hann byggi í úthverfi og kenndi
leti við þá tilhugsun að þurfa að ganga einn
kílómetra, stíga síðan upp í strætisvagn og
fara út úr honum til að taka neðanjarðarlest
til Parísar, kom brosleiti, hláturmildi og fjör-
legi málarinn einnig í Menntastofnun litaðra
manna, sem enn var ófullkomin.
Viðstaddir bjuggust til að hefja umræður.
Allir settust. Oft tók einhver til máls; næsti
maður tók af honum orðið, áður en hann gat
lokið við það, sem hann ætlaði að segja. Aðrir
reyktu án afláts og létu öskuna falla á gólfið.
I þessum hópi negra, kynblendinga og nokk-
urra hvítra manna, var doktor Hippolyte
Dieudonné sá eini, sem reyndi að gefa for-
dæmi um það, sem átt er við með því að taka
til máls, hlusta á viðmælanda sinn, eða jafn-
vel að gera rök andstæðingsins að engu. Enda
þekkti hann mætavel þann ys og þys, mót vðan
ýtrustu kurteisi, sem einkennir sendiráð, og
flutti mál sitt á þann hátt, sem hæfði stöðu
hans.
Málarinn virti hann fyrir sér: hann vildi
greypa í huga sér þetta andlit, sem var næst-
um barnslegt; sérkennilegt tillit doktors Dieu-
donné stafaði af hinurn litlu, saklausu augum
hans. Hvenær skyldi hann loksins geta málað
þessa mynd? í vinnustofunni sinni hafði hann
stundum gripið blýant, rissað upp mynd og
jafnvel tekið til striga og pensil. En samt sem
áður kæmi það sér betur, að doktorinn sam-
þykkti að koma og sitja fyrir. Auðvitað vildi
málarinn ekki ónáða sendiherrann, sem var
hlaðinn störfum; hvað þá um það að fá hann
til að koma til sín á vinnustofuna .. .
Doktor Hippolyte Dieudonné var eðlisfræð-
ingur að mennt, en hafði þó látið sig stjórnmál
nokkru skipta, fyrst hann hafði verið ráðherra,
öldungadeildarþingmaður og síðast flokksfor-
ingi, áður en hann gekk í utanríkisþjónustuna.
Hann var áhugamaður um þjóðfræði, og var
nú urn það bil að segja af sér störfum sendi-
herra til að lielga sig rannsóknum í kjarn-
eðlisfræði.
Hvað hafði komið honum til að snúa sér að
stjórnmálum? Litaði maðurinn ætti að geta
öðlazt menntun og þroska, sem gerðu honum
kleift að þvo af sér, ef svo mætti segja, sótið,
sem hylur húð hans, og verða eins og hvíti
maðurinn. En í einrúmi kvaldi doktor Dieu-
donné sjálfan sig ósjaldan með eigin kenn-
ingu: hvað stoðaði það hann að baða sig með
beztu sápu; hann yrði jafnsvartur eftir sem
áður.
Fundurinn var á enda. „Guði sé lof,“ and-
varpaði málarinn.
„Doktor,“ sagði hann, „mér þætti vænt um
að fá að tala við yður einslega okkar á milli.“
Auðvitað ætlaði hann að spyrja doktorinn,
hvenær hann gæti komið að sitja fyrir.
birtingur
137