Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 85
því, að hann einn gæti bjargað Ráðstjórnar-
ríkinu frá innrás og tortímingu.
Við héldum (e£ til vill vildum við halda),
að Stalín vissi ekkert um það vitfirringslega
ofbeldi sem kommúnistar og sovéskir mennta-
menn voru beittir.
Meyerhold sagði: „Þeir leyna þessu fyrir
Stalín.“
Eitt kvöldið, þegar ég gekk út til að viðra
Tsjúku, mætti ég Boris Pasternak í Lavrús-
jenskígötu; hann veifaði höndunum þarna
sem hann stóð á milli skaflanna: „Bara að
einhver segði Stalín frá því.“
Já, jjað var ekki bara ég, heldur margir aðrir,
sem héldu að það illa stafaði frá litla mann-
inum sem kallaður var „Þjóðfulltrúi Stalíns“.
Fólk sem aldrei hafði tekið þátt í neinni and-
stöðu, dyggir fylgjendur Stalíns eða heiðarleg-
!r, óflokksbundnir sérfræðingar voru hand-
teknir. Þessi ár voru síðan kölluð „Jezovsjt-
sjina“ (Jezov-tíminn).
Eg er þeirrar skoðunar, að Babel hafi verið
sbynsamari en ég og vitrari en flestir aðrir.
Hann hafði þekkt konu Jezovs áður en hún
giftist. Hann heimsótti hana stundum, þótt
iiann vissi að það var óráðlegt, en hann vildi,
eins og hann sagði mér, „finna lausnina á
gátunni“. Einn daginn sagði hann og hristi
höfuðið: „Það er ekki Jezov sem þarna er um
að ræða. Auðvitað leikur Jezov sitt hlutverk,
en hann er ekki £rumkvöðullinn.“ Jezov hlaut
sömu örlög og Jagoda. Bería kom svo í hans
stað og á valdatímum hans hurfu þeir Mey-
erhold, Babel og Koltsov og fjöldi annarra
saklausra manna.
Mér er skelfilegur dagur í minni heima hjá
Meyerhold. Við sáturn í makindum og flett-
um myndskreyttri bók um Renoir, jjegar einn
vinur Meyerholds, I. P. Bélov, liðsforingi,
kom inn. Hann var mjög æstur, og án þess
að skeyta nokkru um nærveru okkar sem vor-
um gestkomandi, fór hann að lýsa réttarhöld-
unum yfir Túkhatsjevskí og öðrum háttsett-
um liðsforingjum. „Þeir sátu svona — beint
á móti okkur. Úborévitsj horfði í augun á
mér ... “ Ég man annað sem Bélov sagði:
„Og á morgun er röðin komin að mér.“ Svo
sneri hann sér skyndilega að mér: „Kannist
þér við Úspenskí? Ekki Gleb, Nikolaj. Það
er maður sem skrifaði sannleikann." Og hann
fór að þylja fyrir okkur samhengislítið aðal-
efnið úr sögu eftir Úspenskí, ég man ekki,
hvaða saga það var, en hún var mjög ljót.
Bélov fór skömmu síðar. Ég leit á Meyer-
hold; hann sat með lokuð augu einsog særð-
ur fugl. (Bélov var handtekinn litlu seinna.)
Annar dagur líður mér ekki úr minni. Það er,
þegar tilkynnt var í útvarpinu, að morðingj-
ar Gorkís hefðu verið dregnir fyrir rétt og
að læknar væru við málið riðnir. Babel sem
birtingur
81