Birtingur - 01.01.1964, Page 85

Birtingur - 01.01.1964, Page 85
því, að hann einn gæti bjargað Ráðstjórnar- ríkinu frá innrás og tortímingu. Við héldum (e£ til vill vildum við halda), að Stalín vissi ekkert um það vitfirringslega ofbeldi sem kommúnistar og sovéskir mennta- menn voru beittir. Meyerhold sagði: „Þeir leyna þessu fyrir Stalín.“ Eitt kvöldið, þegar ég gekk út til að viðra Tsjúku, mætti ég Boris Pasternak í Lavrús- jenskígötu; hann veifaði höndunum þarna sem hann stóð á milli skaflanna: „Bara að einhver segði Stalín frá því.“ Já, jjað var ekki bara ég, heldur margir aðrir, sem héldu að það illa stafaði frá litla mann- inum sem kallaður var „Þjóðfulltrúi Stalíns“. Fólk sem aldrei hafði tekið þátt í neinni and- stöðu, dyggir fylgjendur Stalíns eða heiðarleg- !r, óflokksbundnir sérfræðingar voru hand- teknir. Þessi ár voru síðan kölluð „Jezovsjt- sjina“ (Jezov-tíminn). Eg er þeirrar skoðunar, að Babel hafi verið sbynsamari en ég og vitrari en flestir aðrir. Hann hafði þekkt konu Jezovs áður en hún giftist. Hann heimsótti hana stundum, þótt iiann vissi að það var óráðlegt, en hann vildi, eins og hann sagði mér, „finna lausnina á gátunni“. Einn daginn sagði hann og hristi höfuðið: „Það er ekki Jezov sem þarna er um að ræða. Auðvitað leikur Jezov sitt hlutverk, en hann er ekki £rumkvöðullinn.“ Jezov hlaut sömu örlög og Jagoda. Bería kom svo í hans stað og á valdatímum hans hurfu þeir Mey- erhold, Babel og Koltsov og fjöldi annarra saklausra manna. Mér er skelfilegur dagur í minni heima hjá Meyerhold. Við sáturn í makindum og flett- um myndskreyttri bók um Renoir, jjegar einn vinur Meyerholds, I. P. Bélov, liðsforingi, kom inn. Hann var mjög æstur, og án þess að skeyta nokkru um nærveru okkar sem vor- um gestkomandi, fór hann að lýsa réttarhöld- unum yfir Túkhatsjevskí og öðrum háttsett- um liðsforingjum. „Þeir sátu svona — beint á móti okkur. Úborévitsj horfði í augun á mér ... “ Ég man annað sem Bélov sagði: „Og á morgun er röðin komin að mér.“ Svo sneri hann sér skyndilega að mér: „Kannist þér við Úspenskí? Ekki Gleb, Nikolaj. Það er maður sem skrifaði sannleikann." Og hann fór að þylja fyrir okkur samhengislítið aðal- efnið úr sögu eftir Úspenskí, ég man ekki, hvaða saga það var, en hún var mjög ljót. Bélov fór skömmu síðar. Ég leit á Meyer- hold; hann sat með lokuð augu einsog særð- ur fugl. (Bélov var handtekinn litlu seinna.) Annar dagur líður mér ekki úr minni. Það er, þegar tilkynnt var í útvarpinu, að morðingj- ar Gorkís hefðu verið dregnir fyrir rétt og að læknar væru við málið riðnir. Babel sem birtingur 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.