Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 107
er langt síðan flestum varð ljóst að hvorugt
er hægt.
Andstæðingar veruleikastælingarinnar ýkja
raunveruleikann, draga úr honum, brjóta lög-
mál hans, laga hann í hendi sér eftir form-
kvöð verksins. í þeirra augum er leiksviðið
hvorki predikunarstóll né ræðupallur heldur
aðeins leiksvið. En hvað merkir hér orðið
leiksvið? Stað, þar sem nokkrar manneskjur
koma saman til að skapa annan veruleik,
veruleik, sem er öðruvísi en hinn daglegi,
sterkari, stærri, dýpri, sannari. Veruleik, sem
gefur ýmsum þáttum hins raunverulega lífs
meira svigrúm með því að rjúfa ýms höft, t.
d. málsins og tímalegrar atburðarásar o. s. frv.
Þráin eftir hinum stærri veruleik er hin kjarn-
ræna undirstaða leikhússins yfir höfuð. Hún
er grundvöllurinn að tilurð leikhússins.
Skírskotun veruleikastælingarinnar byggðist
líka á þessum kjarna. En hún gerði sig ánægða
rneð fátæklegt afbrigði og hélt það vera hið
eina rétta, því hún greindi ekki kjarnann,
þrána eftir hinum stærri, dýpri og sannari
veruleik. En vegna hennar leikum við, vegna
hennar förum við í leikhús, og vegna þess að
sambandið frá manni til manns, frá leikara til
áhorfanda, er beint og lifandi verður þessari
þrá bezt svalað í leikhúsi, en ekki í kvik-
myndahúsi eða fyrir framan sjónvarpstæki.
Þessvegna lifði leikhúsið kvikmyndirnar af og
mun alltaf lifa, hversu tæknilega fullkomnar
þær verða í ófullkomleik sínum.
Andstaðan gegn veruleikastælingunni hefst í
byrjun 20. aldar, og nær hámarki í expression-
ismanum, þ. e. a. s. andstaðan nær hámarki,
en ekki hin nýja aðferð. Expressionistarnir
voru svo ákafir í niðurrifi sínu að þeir hjuggu
á líftaugina líka, þeir sáu ekki hvað var ósvik-
ið leikhús innan vébanda veruleikastælingar-
innar, þeir héldu að kasta þyrfti öllu til þess
að skapa eitthvað nýtt. Reynslan hefur sýnt að
verk þeirra lifðu ekki tímabilið. Peir syndg-
uðu meir gegn leikhúsinu en höfuðskáld veru-
leikastælingarinnar. Eitt af slagorðum ex-
pressionistanna var: Lífið eins og það er á
sviðið! Leikritið átti helzt að vera öskur,
sprenging. Þeir réðust á formið og ætluðu sér
að skapa nýtt, en athuguðu ekki að formið,
sem þeir réðust á sem form leikritunar yfir
höfuð, var aðeins eitt af hinum reyndu form-
um hefðarinnar. Þeir skutu yfir markið, en
verk þeirra voru samt sýnd og vöktu mikla
athygli. Það er aðeins vottur um veruleika
tímabilsins. Kjörorð dagsins var: Allt nýtt er
gott! Mælikvarðarnir voru glataðir. Nokkrir
expressionistanna urðu síðar, eftir að þeir
voru horfnir undan merkjum hans, mikil leik-
ritaskáld, að einu þeirra komum við síðar.
Þó að expressionisminn hafi næstum eingöngu
verið bundinn einu landi, Þýzkalandi, þýðir
iwktingur
103