Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 129
athöfn í kirkjugarðinum
Utvarpskómidía eftir Bjarna Benediktsson £rá Hofteigi
Persónur:
ÚTVARPSÞULUR (stúlka)
fréttamaður
SIÐAMEISTARI
kirkjugarðsstjóri
tannlæknir
ÉÍK
PRELAti
Niður l útvarpstæki. Hljóðnemi settur í samband.
Þulur andar einu sinni.
LULUR: Radió Úrúbamba. Næsti liður á dagskránni er
útvarp frá athöfn i kirkjugarðinum. (Sæt) Gerið þið
svo vel.
Lágvær kliður af mörgu fólki. Hann dvínar bráðlega
og hljóðnar síðan með öllu.
FRÉTTAMA-ÐUR (rösklega og þó impróvíserað): Góðir
hiustendur. Við erum stödd hér i kirkjugarðinum, en
hér er um það bil að hefjast sérstæð og hátíðleg at-
höfn ... við mjög mikla aðsókn. Veðrið er ákaflega
gott: hægur norðanandvari, glaðasólskin og breyskju-
hiti. Húsin standa á höfði i borgarlóninu, og gyllta
dómkirkjuspiruna ber fagurlega i dimmblátt fjallið
handan sundsins. Já, eins og ég sagði, þá er hér að
hefjast mjög ... eh, mjög ánægjuleg athöfn. Hér blasa
við sjónum tvær opnar grafir, og stend ég einmitt uppi
á annarri moldarhrúgunni til að hafa sem bezta yfir-
sýn yfir það sem fram fer. Eins og hlustendum er kunn-
ugt af fréttum ... eh, nú sé ég að siðameistari hins
opinbera klöngrast upp á hina hrúguna og mun ætla
að setja athöfnina ... Já, nú tekur siðameistarinn til
ntáls — veskú.
SIi)AMEISTARI: Kæru vinir. Ég leyfi mér hér með að
setja þessa athöfn, fyrir hönd hins opinbera, um leið
og ég býð yður öll hjartanlega velkomin iiingað í kirkju-
garðinn. Hinu opinbera er það mikið gleðiefni, að svo
margir skuli vera hér samankomnir til að heiðra minn-
ingu og verk þess manns sem verður endurgrafinn liér
í dag að boði þess. Aðeins einn skugga ber á þessa ...
þessa ánægjulegu athöfn: að ekkja hans hefur ekki séð
sér fært að vera hér viðstödd. Vér vonum, að útvarps-
tækið hennar sé í lagi — jafnframt því sem vér hugsum
til hennar með hlýhug og virðingu.
ERÉTTAMAÐUR (lágt): Fólkið gerir svo, og lýtur höfði.
Ég sé jafnvel tveimur eða þremur vasaklútum bregða
fyrir — svo mikill er hlýhugurinn. Þetta er vclheppnuð
þögn, og spáir vel fyrir framhaldinu.
SIÐAMEISTARI: Oss mun flestum vera f fersku minni ...
FRÉTTAMAÐUR: Það er nú væntanlega farið að slá í
það hjá sumum eftir öll þessi ár.
SIDAMEISTARI: ... í fersku minni, hvernig dauða hinn-
ar nýkjörnu þjóðhetju vorrar bar að höndum. Ég mun
því ekki rekja það við þetta tækifæri. Á hitt vil ég leggja
álierzlu, og undirstrika það alveg sérstaklega, að því
aðeins fer þessi athöfn fram að hið opinbera hér á
landi telur sér jafnan skylt að hafa það heldur sem
sannara reynist. Réttlætið & Co ræður ríkjum í Úrú-
bamba.
FRÉTTAMAÐUR: Ég vil geta þess, að l kvöld verður
hinni látnu þjóðhetju haldið veglegt samkvæmi, þar
sem dómsmálaráðherrann gerir grein fyrir nánari til-
drögum að þessari ánægjulegu athöfn.
SIBAMEISTARI: Að svo mæltu vil ég biðja starfsmenn
kirkjugarðsins að ganga fram og hefja kistuna upp úr
gömlu gröfinni.
FRÉTTAMABUR: Starfsmenn kirkjugarðsins ganga nú
fram og taka í kaðalendana sem liggja upp á grafar-
bakkann, en búið er að smeygja köðlunum undir kistuna
niðri í gröfinni. Nú tosa þeir og hala.
Átakastunur.
®IRTINGUR
125