Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 130
Þetta eru hraustir piltar og taka sterklega A ... (hann
stynur ósjálfrátt með þeim) svona já, nú sé ég ofan
á lokið ... (stynur) þeir spyrna fast við fótum. ...
Spurning, hvort ekki mætti hagnýta véltæknina bctur
f kirkjugörðunum.
SlfiAMEISTARI: Reynið að fara sem mjúklegast að þessu,
piltar ... sem minnstar sviptingar.
FRÉTTAMAfiUR: Kistan er talsvert farin að láta á
sjá ... bikið flagnað ... fúablettir. ... Já, nú er hún
bráðum komin alveg upp úr.
KIRKJUGARfiSSTJÓRI: Já, ætlið þið ekki að geta slefað
hulstrinu upp á bakkann, hottentottarnir ykkarl
SIÐAMEISTARI: Svona nú, kirkjugarðsstjóri, ekki svona
mikinn hávaða — kynni að heyrast til jrín.
FRÉTTAMAÐUR: Nú skulum við bara vona, að þetta
sé rétt kista ... en það er svolítið óklárt með grafirnar
í sakamannareitnum.
SIÐAMEISTARI: Nú vil ég biðja kirkjugarðsstjórann að
opna kistuna og sfðan tannlækninn að staðfesta hér
f votta viðurvist, að við höfum farið f rétta gröf ...
þú þekkir tennurnar hans frá fornu fari.
TANNLÆKNIR: Hugsa það.
FRÉTTAMAÐUR: Nú gengur kirkjugarðsstjórinn fram.
Hann tekur skrúfjárn upp úr rassvasanum og byrjar að
skrúfa. (Erfiðisstunur). Já, skrúfurnar virðast allfastar.
KIRKJUGARÐSSTJÓRI: Þetta er kolryðgaðl Mig vantar
barefli til að lemja á skrúfudjöflanat
FRÉTTAMAÐUR: Nú dregur snöggvast ský fyrir sólu
hér í kirkjugarðinum, góðir hlustendur.
TANNLÆKNIR: Skal gá í verkfæratöskuna. Stóra jaxla-
töngin er á við hvern mcðalhamar.
SIÐAMEISTARI: Þetta er sönn fyrirhyggja, tannlæknir.
Það glamrar í verkfærum, er tannlæknirinn rótar í
tösku sinni.
TANNLÆKNIR: Sko, þessi. Dreg aldrei minna en tvo
jaxla með henni f senn. Deyfi ekki.
KIRKJUGARÐSSTJÓRI: Núh, við skulum sjá!
Einskonar hamarshögg.
SIFIAMEISTARI: Ætlar þetta ekki að ganga?
KIRKJUGARfiSSTJÓRI: Vertu óhræddur, kalli minn -
þó ég skilji ekki, hversvegna það þarf að ganga!
SlfiAMEISTARI: Hvað áttu við, kirkjugarðsstjóri?
KIRKJUGARfiSSTJÓRI: Maður hefði haldið honum
dygði ein jarðarför — enda sæmdi hún honum vell
SlfiAMEISTARI (strangur): Þitt verkefni er að grafa þá
sem grafa skal, herra minn.
Einskonar hamarshögg.
TANNLÆKNIR: Mætti líka nota hana sem skiptilykil.
Stóra jaxlatöngin mfn losar hvað sem er.
KIRKJUGARÐSSTJÓRI: Mitt fag cr líkkistufagið,
herra minn — og þér skuluð bara láta sem ég kunni
þaðl
F'RÉTTAMAÐUR: Eins og þið lieyrið, góðir hlustendur,
þá er kirkjugarðsstjórinn heldur ókátur ... hann er nú
alltaf dálítið últra og svona sér á parti. .. . Jæja, nú
losar hann samt skrúfurnar í óða önn. Lokið er að verða
laust ... alveg að verða laust.
KIRKJUGARfiSSTJÓRI: Hlemmurinn er lausl
SlfiAMEISTARI: Ég bið starfsmenn kirkjugarðsins að
lyfta lokinu.
FRÉTTAMAfiUR: Þeir ganga til ...
Dynkur.
Þeir létu lokið falla á jörðina. Siðameistarinn hörfar
ögn frá — væntanlega þarflaus varúðarráðstöfun, ha.
SlfiAMEISTARI (fjær): Tannlæknir!
FRÉTTAMAFIUR: Nú gengur tannlæknirinn fram. Hann
lýtur yfir kistuna eins og ekki sé ... og nú dýpra ...
og nú dýpral Hvílíkur kjarkurl Hvflfk ofurmannlcg
hugprýðil
SIÐAMEISTARI: Ég vona bara innilega við höfum farið
í rétta gröf. Yfirsjón að ganga ekki fyrst úr skugga um
það ... athöfnin líklega skakkt upp byggð.
126
BIRTINGUR