Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 83
fyrir allt hélt fólk áfram að verða ástfangið,
stofna til sambanda og skilja; stundum tal-
aði ég um Spán: hann virtist mér nú óendan-
lega fjarlægur og kær; en fyrir kom, að sam-
ræðurnar viku, án þess að okkur varði, að
því sem við vildum helzt ekki einusinni
hugsa um. ,
Írína átti feita og góðlynda tík af loðhunda-
kyni sem við kölluðum Tsjúku. Durov*)
mundi hafa sagt um hana, að hún hefði frá-
bær skilorðsbundin viðbrögð. Lapín hafði
kennt henni margar kúnstir: hún sótti sígar-
ettur og eldspýtur og kunni að loka borð-
stofudyrunum. Stundum kom það fyrir með-
an á borðhaldi stóð og einn gestanna fór að
tala um einhvern sem hafði verið handtekinn,
að hin svarta og lubbalega Tsjúka sem von-
aðist eftir pylsusneið hljóp til og lokaði hurð-
mni. Að þessu hlógum við öll. Jafnvel á þess-
um tímum gátum við hlegið okkur til ánægju.
Sumt fólk sem ég þekkti reyndi að einangra
Slg frá öllum nema nánustu ættingjum;
hræðsla og tortryggni grófu undan kunnings-
shap manna. Babel sagði: „í dag tala menn
°pinskátt aðeins við konuna sína — að næt-
urlagi og með breitt uppyfir höfuð.“ Ég var
aftur á móti hneigður fyrir félagsskap. Það
ieið varla svo dagur, að ekki væru einhverjir
*) Frægur dýratcmjari og sirkusmaður.
gestir hjá okkur, eða við færum sjálf í heim-
sóknir.
Við komum oft til Meyerholds. í janúar var
leikhúsi hans lokað sem „fjandsamlegu“.
Kona hans fékk taugaáfall. Sjálfur tók hann
þessu karlmannlega, talaði um myndlist og
skáldskap, minntist Parísar. Hann hélt áfram
að vinna, ráðgerði sviðsetningu á Hamlet,
jafnvel þótt hann hefði enga trú á því, að sér
yrði leyft að setja hann á svið. Heima hjá
Meyerhold hitti ég Pjotr Kontsjalovskí; hann
var þá að mála myndir af Meyerhold, píanó-
leikaranum Lev Oborín og ýmsum ungum
eldhugum sem litu enn á Meyerhold sem
lærimeistara sinn.
Á rithöfundafundi þar sem ég var viðstaddur
réðust ýmsir á V. P. Stavskí og ásökuðu hann
um skort á árvekni: allsstaðar — í tímaritum,
við útgáfufyrirtækin, á ritstjórnarskrifstof-
unum — voru „óvinir fólksins“. Stavskí svitn-
aði og þurrkaði sér án afláts um ennið. Mér
varð hugsað til þess, þegar hann setti upp
hjálm af óvinunum við Brunete og sagði við
sjálfan mig: „Það er snöggtum heitara hér.“
I. K. Luppol bauð okkur til hádegisverðar.
Hann bjó við Lavrúsjenskígötu einsog við.
Konan hans sagði, að þau væru nýflutt í þetta
húsnæði, hefðu keypt húsgögn og vantaði nú
bara lampa; hún bætti við: „Einhvern veginn
er það svo, að maður er ekkert áfjáður í að
BiRtingur
79