Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 148

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 148
tímaljóðlistar á þann hátt, en að öðru leyti var aldrei ætlun mín að formálinn yrði nein tæmandi greinargerð, þar sem þess var enginn kostur í svo stuttu máli, og munu flestir skilja það, ef þeir gera sér ekki of yfirborðslegar hugmyndir um skáldskap og þróun hans. Það er einkenni á ritdómi B. R., að hann er alltaf að vitna í erlenda bókmenntafræð- inga, og verður það stundum með svo kátleg- um hætti að fáfræði gagnrýnandans dylst ekki, en hins vegar augljóst að hann hefur gluggað í erlendar handbækur. Þessi orð hefur hann úr „heimsbókmenntasögu" einni eftir Norð- manninn Francis Bull: „Vegna óskiljanleika síns hafa hvorki Mal- larmé né Rimbaud haft mikla þýðingu fyrir heimsbókmenntirnar." Þarna höfum við það. Og úr því að Norðmað- urinn segir það, skyldi það þá ekki vera óyggj- andi? Eða er hugsanlegt, að þetta sé eintóm- ur þvættingur? Einhvernveginn þorir B. R. ekki að treysta Norðmanninum, því hann flýtir sér að vitna í annan höfund, Ernest Fischer, og þar segir: „Nútímaljóðið, þessi samröðun sundurleit- ustu mola, þessi vitræna óræðisstefna, sem skýtur aftur og aftur upp kollinum, í síðari verkum Rilkes, hjá Gottfried Benn og Ezra Pound, hjá Eliot, hjá Auden og Alberti — það er allt komið frá Rimbaud." Hér er ekki lítið sagt. Og hvor skyldi nú hafa meira til síns máls, Bull eða Fischer? Svo er að sjá á ritdómi B. R„ að hann álíti að það sé Fischer, og verður þá ekki gott að átta sig á til hvers hann var að birta þvættinginn úr Francis Bull, nema það hafi verið til að sýna að hann þekkti þetta norska uppsláttarrit. Og B. R. lætur framangreind orð Fischers ekki nægja, heldur getur þess að jafnvel byltingar- skáld einsog Brecht og Majakovski hafi sitt- hvað frá Rimbaud. Þetta er í algeru samræmi við orð mín um Rimbaud í formálanum. Samt lætur B. R. svo sem ég geri of mikið úr Rimbaud. Eitthvað er hugsunin grautarleg. Þá furðar B. R. sig á því, að sá sem orti um „heimsins mikla draum“ skuli ekki þýða fleira eftir Eluard, „þetta staðfasta skáld ástarinnar og lífsins“, einsog hann orðar það. Ekki getur B. R. þess að mér hafi tekizt vel að þýða það sem ég þýddi eftir Eluard, svo orð hans hljóma vægast sagt einkennilega. Auk þess kem ég ekki auga á það, hvað ljóð mitt „Draumur heimsins" kemur þessu máli við, hversvegna ég hefði átt að þýða fleira eftir Eluard sökum þess að ég hafði ort það ljóð. Það er fátt sem unnt er að finna bókarkorni mínu til gildis, að dómi B. R. Þó lætur hann svo lítið að segja að ég hafi unnið þarft starf með þýðingum mínum úr Uppljómunum og Árstíð í víti eftir Rimbaud. En hann er fljót- 144 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.