Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 148
tímaljóðlistar á þann hátt, en að öðru leyti
var aldrei ætlun mín að formálinn yrði nein
tæmandi greinargerð, þar sem þess var enginn
kostur í svo stuttu máli, og munu flestir skilja
það, ef þeir gera sér ekki of yfirborðslegar
hugmyndir um skáldskap og þróun hans.
Það er einkenni á ritdómi B. R., að hann
er alltaf að vitna í erlenda bókmenntafræð-
inga, og verður það stundum með svo kátleg-
um hætti að fáfræði gagnrýnandans dylst ekki,
en hins vegar augljóst að hann hefur gluggað
í erlendar handbækur. Þessi orð hefur hann
úr „heimsbókmenntasögu" einni eftir Norð-
manninn Francis Bull:
„Vegna óskiljanleika síns hafa hvorki Mal-
larmé né Rimbaud haft mikla þýðingu fyrir
heimsbókmenntirnar."
Þarna höfum við það. Og úr því að Norðmað-
urinn segir það, skyldi það þá ekki vera óyggj-
andi? Eða er hugsanlegt, að þetta sé eintóm-
ur þvættingur? Einhvernveginn þorir B. R.
ekki að treysta Norðmanninum, því hann
flýtir sér að vitna í annan höfund, Ernest
Fischer, og þar segir:
„Nútímaljóðið, þessi samröðun sundurleit-
ustu mola, þessi vitræna óræðisstefna, sem
skýtur aftur og aftur upp kollinum, í síðari
verkum Rilkes, hjá Gottfried Benn og Ezra
Pound, hjá Eliot, hjá Auden og Alberti — það
er allt komið frá Rimbaud."
Hér er ekki lítið sagt. Og hvor skyldi nú hafa
meira til síns máls, Bull eða Fischer? Svo er að
sjá á ritdómi B. R„ að hann álíti að það sé
Fischer, og verður þá ekki gott að átta sig á
til hvers hann var að birta þvættinginn úr
Francis Bull, nema það hafi verið til að sýna
að hann þekkti þetta norska uppsláttarrit. Og
B. R. lætur framangreind orð Fischers ekki
nægja, heldur getur þess að jafnvel byltingar-
skáld einsog Brecht og Majakovski hafi sitt-
hvað frá Rimbaud. Þetta er í algeru samræmi
við orð mín um Rimbaud í formálanum.
Samt lætur B. R. svo sem ég geri of mikið úr
Rimbaud. Eitthvað er hugsunin grautarleg.
Þá furðar B. R. sig á því, að sá sem orti um
„heimsins mikla draum“ skuli ekki þýða fleira
eftir Eluard, „þetta staðfasta skáld ástarinnar
og lífsins“, einsog hann orðar það. Ekki getur
B. R. þess að mér hafi tekizt vel að þýða það
sem ég þýddi eftir Eluard, svo orð hans hljóma
vægast sagt einkennilega. Auk þess kem ég
ekki auga á það, hvað ljóð mitt „Draumur
heimsins" kemur þessu máli við, hversvegna
ég hefði átt að þýða fleira eftir Eluard sökum
þess að ég hafði ort það ljóð.
Það er fátt sem unnt er að finna bókarkorni
mínu til gildis, að dómi B. R. Þó lætur hann
svo lítið að segja að ég hafi unnið þarft starf
með þýðingum mínum úr Uppljómunum og
Árstíð í víti eftir Rimbaud. En hann er fljót-
144
BIRTINGUR