Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 29
opinn vef, kannski gegnsæja giind, einnig
með auðfengnum orðum sagt, eldstorkinn
hráki, sem Laki hefur spýtt hér efra, Skaftár-
hraun, Síða og jöklar í krans, eins gæti ég
vegmóður bóndi í öskrandi sandbyl: séð
hreint ekki neitt. En svo gæti hugsazt, að
vegurinn væri enskrauð rák á dimmgráum
fleti, sem þyti með ofsahraða undir vagninn,
sem ég ek, eða er ég í togi rauða borðans, sem
mig ber þægilega og fljótt yfir sandinn að
hvíslandi lækjum og bergseti, byggð og mann-
lífi í míkróskópískum punktum hér og hvar á
flatneskjunni.
Skemmtilegast þótti mér kannski að kynnast
fjósbaðstofunni skaftfellsku. Borgarbúar halda
sjálfsagt margir, að slík fortíðarmannvirki séu
úr sögunni, raunin er hins vegar sú, að enn
standa uppi einar sjö í vestursýslunni og Ör-
æfum. Hugsazt getur, að fleiri finnist og þá
einkum í austursýslu; væri ég þakklátur, ef
einhver málunum kunnur léti mig vita, ef
svo er.
Búið er í jrrem af þessum baðstofum og
góðu lífi í sumum, Skál á Síðu, Skaftárdal og
Snæbýli í Skaftártungu. Á Syðri-Fljótum í
Meðallandi stendur ennþá uppi fjósbaðstofa,
en búið er að raska henni mjög mikið. í Seli
i Öræfum stendur ljómandi skemmtilegur bær
af jiessari gerð, en ekki er búið í honum leng-
ur, einnig í bænum Vesturhúsum í Hofshverf-
inu og í Miðbænum á Hnappavöllum. Ekki
mun fjósbaðstofan hæfa þeim kröfum, sem
gerðar eru til lífsins nú á dögum, og Sveinn
Pálsson átelur landa sína í ferðabók sinni fyrir
að búa í þess konar híbýlum. Þó hef ég sjald-
an séð jafn snyrtilegt mannlíf og haganlegt
húsnæði og til dæmis í Skál á Síðu, jrar sem
Iiver hluti rýmisins er nýttur og hver hlutur
á sínum stað, sannkölluð hagræðing, sem
margir gætu dregið lærdóm af, óhófsmenn,
húsameistarar og hagfræðingar. Bæir þeir
mcð fjósbaðstofu, sem ég sá, eru yfirleitt
sömu gerðar: tvö hús með krossreistu risi
standa hlið við Iilið, snúa stöfnum fram á
hlað, tyrft á þrjá vegu og stundum þakið;
annað húsanna er hin raunverulega fjósbað-
stofa, Jr.e.a.s. fjós á jarðhæð (þó víðast ofurlítið
niðurgiafið) og rétt manngengt, en uppyfir
því er baðstofan. Við hlið baðstofunnar er
hitt húsið, reyndar sambyggt. Þar er inn-
gangur og stofa að framan, eldhús fyrir aft-
an. Ur eldhúsi er nokkrar tröppur upp að
ganga í baðstofu, en við hlið þeirra er lítil
hurð í fjós. Fyrirkomulag þetta er nýtízku-
legt í aðra röndina, geislahitun í gólfi bað-
stofu og eldhúsgólf næstum mitt á milli fjóss
og baðstofu, „split-level“ er það kallað á
ensku, og kann ég ekkert íslenzkt orð um nið-
urröðun Jressa, sem rutt hefur sér til rúms
birtingur
27