Birtingur - 01.01.1964, Page 29

Birtingur - 01.01.1964, Page 29
opinn vef, kannski gegnsæja giind, einnig með auðfengnum orðum sagt, eldstorkinn hráki, sem Laki hefur spýtt hér efra, Skaftár- hraun, Síða og jöklar í krans, eins gæti ég vegmóður bóndi í öskrandi sandbyl: séð hreint ekki neitt. En svo gæti hugsazt, að vegurinn væri enskrauð rák á dimmgráum fleti, sem þyti með ofsahraða undir vagninn, sem ég ek, eða er ég í togi rauða borðans, sem mig ber þægilega og fljótt yfir sandinn að hvíslandi lækjum og bergseti, byggð og mann- lífi í míkróskópískum punktum hér og hvar á flatneskjunni. Skemmtilegast þótti mér kannski að kynnast fjósbaðstofunni skaftfellsku. Borgarbúar halda sjálfsagt margir, að slík fortíðarmannvirki séu úr sögunni, raunin er hins vegar sú, að enn standa uppi einar sjö í vestursýslunni og Ör- æfum. Hugsazt getur, að fleiri finnist og þá einkum í austursýslu; væri ég þakklátur, ef einhver málunum kunnur léti mig vita, ef svo er. Búið er í jrrem af þessum baðstofum og góðu lífi í sumum, Skál á Síðu, Skaftárdal og Snæbýli í Skaftártungu. Á Syðri-Fljótum í Meðallandi stendur ennþá uppi fjósbaðstofa, en búið er að raska henni mjög mikið. í Seli i Öræfum stendur ljómandi skemmtilegur bær af jiessari gerð, en ekki er búið í honum leng- ur, einnig í bænum Vesturhúsum í Hofshverf- inu og í Miðbænum á Hnappavöllum. Ekki mun fjósbaðstofan hæfa þeim kröfum, sem gerðar eru til lífsins nú á dögum, og Sveinn Pálsson átelur landa sína í ferðabók sinni fyrir að búa í þess konar híbýlum. Þó hef ég sjald- an séð jafn snyrtilegt mannlíf og haganlegt húsnæði og til dæmis í Skál á Síðu, jrar sem Iiver hluti rýmisins er nýttur og hver hlutur á sínum stað, sannkölluð hagræðing, sem margir gætu dregið lærdóm af, óhófsmenn, húsameistarar og hagfræðingar. Bæir þeir mcð fjósbaðstofu, sem ég sá, eru yfirleitt sömu gerðar: tvö hús með krossreistu risi standa hlið við Iilið, snúa stöfnum fram á hlað, tyrft á þrjá vegu og stundum þakið; annað húsanna er hin raunverulega fjósbað- stofa, Jr.e.a.s. fjós á jarðhæð (þó víðast ofurlítið niðurgiafið) og rétt manngengt, en uppyfir því er baðstofan. Við hlið baðstofunnar er hitt húsið, reyndar sambyggt. Þar er inn- gangur og stofa að framan, eldhús fyrir aft- an. Ur eldhúsi er nokkrar tröppur upp að ganga í baðstofu, en við hlið þeirra er lítil hurð í fjós. Fyrirkomulag þetta er nýtízku- legt í aðra röndina, geislahitun í gólfi bað- stofu og eldhúsgólf næstum mitt á milli fjóss og baðstofu, „split-level“ er það kallað á ensku, og kann ég ekkert íslenzkt orð um nið- urröðun Jressa, sem rutt hefur sér til rúms birtingur 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.