Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 156
aldar gerðist, og líklega einn sá stærsti í allri
sögu mannkynsins. Við sjáum nægilega mikið
til að geta gert okkur þess nokkra grein hvað
þarna gerðist, er að gerast og hvað mun ger-
ast, e£ slíkir atburðir verða endurteknir. At-
ómspreingjur eru enn til.
Sagan segir a£ úngum Bandaríkjamanni,
sem kemur til þessarar japönsku borgar og
dvelur þar um skeið vegna atvinnu sinnar.
Hann hefur leingi haft laungun til að kynnast
þessari þjóð, og til að geta kynnzt háttum
hennar sem bezt, fær hann leigt hjá fjölskyldu
einni í stað þess að búa á hóteli. Eins og flest
fólk í Hírósímu, sem lifði af hinn skelfilega
dag, b. ágúst 1945, er þessi fjölskylda undir-
lögð af afleiðingum spreingjunnar. Húsbónd-
inn tærist upp af banvænum geislunarsjúk-
dómi. Húsfreyjan ber ljót ör á líkama sínum
og systir hennar, sú yndislega Óhatsú, fær
ekki gifzt því hún getur ekki fætt af sér heil-
brigð börn. Líkt er ástatt um flesta aðra, sem
hinn úngi Bandaríkjamaður kynnist í borg-
inni. Vinir fjölskyldunnar, kunningjar, gestir,
fólk, sem hann hittir hér og hvar, alls staðar
blasa við afleiðíngar hinnar skelfilegu
spreingju. f fyrstu reynir fjölskyldan að beita
japanskri kurteisi til þess að koma í veg fyrir
að gesturinn fái kynnzt hinu rétta ástandi
borgarbúa. Þau vilja ekki leggja byrði sína á
herðar hinum únga gesti. Það reynist ekki
auðvelt, og smám saman fer að skýrast fyrir
honum hið raunverulega líf í þessari borg.
Hann hefur að vísu áður aflað sér ýmissa
upplýsínga varðandi spreingínguna miklu og
afleiðíngar hennar. En það er sitthvað að lesa
tölur í skýrslum og kynnast mannlegu lífi.
Edita Morris hefur skrifað þessa bók af kven-
legum hlýleik og skilníngi. Þrátt fyrir að sag-
an lýsi hrikalegum örlögum er bókin við-
felldin og gædd miklum þokka. Skáldkonan
ræðst ekki gegn grimmdinni með heift, pré-
dikar ekki í venjulegum skilníngi. Hún kann
að skyggnast undir yfirborðið og inní sálarlíf
þess fólks, er hún fjallar um. Fer mjúkum
höndum um viðkvæma streingi og seiðir fram
músík mannlífsins sanna og litríka. Bókin er
í raun og veru tónlist í orðum. Stórkostleg
hljómkviða um djúpa þjáníngu spiluð á ein-
föld hljóðfæri. Lífið rennur áfram einsog
járnbrautarlest. Inni í lestinni eru helsærðar
manneskjur að berjast vonlausri baráttu, en
fyrir utan er ilmur jarðarinnar, fuglasaungur
og goluþytur.
En það eru ekki einúngis Japanarnir, sem
konan lýsir af innlifun og sálarþekkíngu. Við
kynnumst ekki aðeins börnum Hírósímu og
næstum ofurmannlegu þreki þeirra og reisn.
Fólkinu, sem kastar blómum sínum í ána, til
minníngar um þá, sem dóu þennan skelfilega
dag, því þeir eiga sér eingan legstað. Við
152
BIRTINGUR