Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 52
3. Þrír pentatónískir tónar (lítil þríund, stór
tvíund).
Þrenns konar hljómar koma fyrir:
1. krómatiskir klasar (clusters)
2. díatóniskir klasar
3. pentatónískir klasar.
Hér er um algjöra samsvörun að ræða milli
láréttrar gerðar tónhæðar (laglínu) og lóð-
réttrar (hljóma). Gerð tónhæðarinnar er ákaf-
lega knöpp en tengslin víðtæk og margbrotin.
Seríubútar eru sjaldnast endurteknir orðrétt
og oftast er breytt legu, styrkleika og tíma-
lengd samsvarandi tóna.
Hlutverk tónblæsins er tvíþætt. Annars vegar
myndar Magnús skala milli tóns og hvins (á
ensku noise, þýzku geráusch) og hins
vegar milli þess þekkta, vanalega blæs og hins
óþekkta, óvanalega. Skalinn milli tóns og
hvins gæti litið þannig út:
1. tónn
2. tónn trem/trillur
3. tónn plokkaður með höndunum
4. tónn flagolett
5. tónn barið með slegli á streng
6. klasi pentatóniskur
7. klasi með hnúunum á strengina
8. klasi díatónískur
9. glissando á strengjunum
10. klasi krómatiskur
11. klasi krómatiskur með lófunum á strengina
12. klasi krómatiskur með flötu járni á
strengina
Hinn þekkti vanalegi blær píanósins er þeg-
ar spilað er á nótnaborðið einstaka tóna eða
hljóma. Klasar eru óvanalegri og þá eru þau
blæbrigði, sem myndast þegar spilað er inní
píanóinu ennþá meira framandi — óútreikn-
anlegri. Straumur verksins liggur frá tóni til
hvins, frá hinum þekkta vanalega tónblæ til
hins óvanalega, óþekkta.
Tónblær hefur líka tímagildi. Magnús not-
færir sér hinar ýmsu víddir tímans, hinn
líðandi tíma sem mældur er í sekúndum, upp-
lifunartíma og hinn sögulega tíma (mér kem-
ur því miður ekkert betra orð í hug) — for-
tíðina. Hinn þekkti, vanalegi tónblær er
„gamall“, hefur þróazt á sér hefð og sögu að
baki. Músíkölsk reynsla okkar finnur honum
stað um leið og við heyrum hann. Framandi,
nýr tónblær er „ungur“, við getum ekki kom-
ið honum heim og saman við þá músíkölsku
reynslu sem við höfum áður haft. Við upplif-
um eitthvað nýtt, verðum reynslunni ríkari.
Hinn sögulegi tími kemur líka fram í gerð
og skipan tónhæðar. Á vesturlöndum hefur
tónhæðarskalinn þróazt frá pentatónik til
krómatíkur, alltaf orðið fíngerðari. Sonorities
mundar að lokum í algjörri krómatík eins og
glöggt má sjá á blaðsíðum 3 og 4 í verkinu
sjálfu. (Krómatískir klasar og tremóló með
48
BIRTINGUR