Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 52

Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 52
3. Þrír pentatónískir tónar (lítil þríund, stór tvíund). Þrenns konar hljómar koma fyrir: 1. krómatiskir klasar (clusters) 2. díatóniskir klasar 3. pentatónískir klasar. Hér er um algjöra samsvörun að ræða milli láréttrar gerðar tónhæðar (laglínu) og lóð- réttrar (hljóma). Gerð tónhæðarinnar er ákaf- lega knöpp en tengslin víðtæk og margbrotin. Seríubútar eru sjaldnast endurteknir orðrétt og oftast er breytt legu, styrkleika og tíma- lengd samsvarandi tóna. Hlutverk tónblæsins er tvíþætt. Annars vegar myndar Magnús skala milli tóns og hvins (á ensku noise, þýzku geráusch) og hins vegar milli þess þekkta, vanalega blæs og hins óþekkta, óvanalega. Skalinn milli tóns og hvins gæti litið þannig út: 1. tónn 2. tónn trem/trillur 3. tónn plokkaður með höndunum 4. tónn flagolett 5. tónn barið með slegli á streng 6. klasi pentatóniskur 7. klasi með hnúunum á strengina 8. klasi díatónískur 9. glissando á strengjunum 10. klasi krómatiskur 11. klasi krómatiskur með lófunum á strengina 12. klasi krómatiskur með flötu járni á strengina Hinn þekkti vanalegi blær píanósins er þeg- ar spilað er á nótnaborðið einstaka tóna eða hljóma. Klasar eru óvanalegri og þá eru þau blæbrigði, sem myndast þegar spilað er inní píanóinu ennþá meira framandi — óútreikn- anlegri. Straumur verksins liggur frá tóni til hvins, frá hinum þekkta vanalega tónblæ til hins óvanalega, óþekkta. Tónblær hefur líka tímagildi. Magnús not- færir sér hinar ýmsu víddir tímans, hinn líðandi tíma sem mældur er í sekúndum, upp- lifunartíma og hinn sögulega tíma (mér kem- ur því miður ekkert betra orð í hug) — for- tíðina. Hinn þekkti, vanalegi tónblær er „gamall“, hefur þróazt á sér hefð og sögu að baki. Músíkölsk reynsla okkar finnur honum stað um leið og við heyrum hann. Framandi, nýr tónblær er „ungur“, við getum ekki kom- ið honum heim og saman við þá músíkölsku reynslu sem við höfum áður haft. Við upplif- um eitthvað nýtt, verðum reynslunni ríkari. Hinn sögulegi tími kemur líka fram í gerð og skipan tónhæðar. Á vesturlöndum hefur tónhæðarskalinn þróazt frá pentatónik til krómatíkur, alltaf orðið fíngerðari. Sonorities mundar að lokum í algjörri krómatík eins og glöggt má sjá á blaðsíðum 3 og 4 í verkinu sjálfu. (Krómatískir klasar og tremóló með 48 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.