Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 75
þjónað herra sínum svo dyggilega í hvívetna
°g fórnað blómaræktinni lífinu, og dáið
þarna með þessum voveiflega hætti frá sínum
miklu áformum um býflugnarækt og fiðrilda-
söfnun í ellinni.
Sannaðist þar enn sem oft vill verða hið forn-
kveðna: sic transit gloria mundi.
Hvað átti nú hin yfirgefna ekkja veslings
Elsebúbsjen að taka sér fyrir hendur.
Lítt reyndi á hugmyndaflug hennar í því efni
því hún var tekin frillutaki af einum hinna
sigursælu hermanna sem voru allir fjólubláir
á hörundslit og grenjuðu jafnan einsog hvíta-
óirnir við sólaruppkomu hvern morgun. Það
varð Abúlabúl litli að láta sér lynda óhefnt
því hann var svo önnum kafinn við námið og
timafrekar stjarnfræðiathuganir sem áttu hug
hans allan.
Hann var ákaflega vinsæll af landslýðnum
enda afskiptalaus með öllu um annarra
tttanna hag. Honum spratt ekki skegg enda
var hann ekki nema ellefu ára þegar hér var
homið sögu, þótt vitur væri vel.
Lítt hafði hann hokrað að konum ennþá þótt
hann væri stór og stæðilegur enda voru allar
honur landsins á valdi hinna afrenndu fjólu-
hlámanna og sænguðu hjá þeim um nætur en
Uiáttu þvo {Deirra plögg einlægt um daga því
þcir voru hinir mestu jarðvöðlar, og þegar
það var ekki stóðu þær krímugar við elda að
matseld, ekki var það alltaf lystilegt að sögn
því ýmsir töldu þessir menn styrktu afl sitt
með því að éta fjendur sína þegar þeir gáfust,
sem mun hafa verið sjaldnar en þeir vildu því
öllum stóð hinn mesti stuggur af slíkum dauð-
daga í soðpotti svo við landauðn hélt.
Abúlabúl var svo hreinlyndur ungur maður að
hann lagði aldrei glaður sér slíkt til munns,
enda munu þess fá dæmi eða engin að hann
gerði það, og mun það vera óhróður og níð
mútuþægra sagnaritara sem slíku héldu fram
á efri árum hans þegar ekki var annað að
hafa fyrir þá sem voru svo óraunsæir og róm-
antískir að neita slíku, sjálfri matbjörginni.
Elsebúbsjen varð öldruð kona (þegar þar að
kom) og vel ern og las berum augum mikil-
vægar orðsendingar á rúnaletri en sjálf skrif-
aði hún spegilskrift; og það hefur hún sagt
þeim sem á hlýddu að sjaldan hafi hún verið
svo illa stödd að hún hafi ekki átt nógan mat
handa sínum augasteini sem var Abúl litli
Abúl: blessaður drengurinn minn litli, sagði
gamla konan, en þá var Abúlabúl með hæstu
mönnum í landinu enda höfðu fjólublámenn
verið kallaðir á brott til að starfa annað sem
þurfti því þeir voru hinir mestu afkastamenn
og féll sjaldan verk úr hendi, væri þeim sjálf-
rátt sem var helzt um tunglkomur.
En munið þér frú eftir því að eitthvað sögu-
legt bæri við á uppvaxtarárum Abúlabúl? var
1{IRTINGUR
71