Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 98
hann alla ævi skömm á iðjuleysi. Hann gekk
undir allri fjölskyldunni og sá henni farborða
og var aldrei frjáls maður. Oft sat hann við
borðshorn í samkomusal fjölskyldunnar, litlu
herbergi, meðan verið var að eta og drekka og
kalla hlæja karpa, og samdi þar sínar fyrstu
sögur í glaumnum. Framleiðslan fór sívax-
andi, hann var kominn upp í 129 smásögur
það árið sem mest varð. Hann segist sjálfur
enga virðingu hafa borið fyrir sköpunargáfu
sinni og beitti henni fyrst og fremst til að afla
fjölskyldunni viðurværis. Upp úr 1880 varð
þó mikil breyting á og hann fór að vanda sig
æ meir, sögurnar dýpkuðu og þéttust og urðu
þrungnar skáldlegri alvöru eftir því sem þær
urðu færri; brátt varð ýmsum miklum bók-
menntamönnum þess tíma ljóst að stórskáld
væri komið fram. Tsékov lauk læknisfræði-
náminu, byrðar fjölskyldulífsins hvíldu æ
þyngra á honum og hann fór að þrá að kom-
ast úr ánauðinni. Heilsan var orðin léleg,
hann fór að spýta blóði. Alexander bróðir
hans hvatti hann óspart að brjóta af sér helsið.
Loks gat hann keypt sér hús í Melíkóvó þar
sem foreldrar hans og systkini áttu jafnan
friðarhöfn; þar bjó hann frá 1892 til 98, þetta
voru frjó ár í ritstörfunum. Hann stundaði
lækningar, annaðist mörg þúsund bændur
sveitarinnar kauplaust, beitti sér fyrir margs
konar góðgerðar- og framfarastarfsemi, enda
var ekki vanþörf á. Oft hafði hann mikla
gestanauð og meðal þeirra voru ýmsir mæt-
ustu listamenn þess tíma. Hann kynntist Tol-
stoi sem kallaði hann Púskin prósans. Rithöf-
undarnir Kúprín, Búnín og Gorkí voru vinir
hans og lærisveinar; Tsjaikovskí, málarinn
Repín. Fagrar konur sóttust eftir félagsskap
hans einkum þær sem voru líka gáfaðar,
stundum var hann kannski ástfanginn, ein
töfrandi kona segir að Tsékov hafi hafnað
sér tvisvar og forsmáð; en nú er talið að sú
kona sé fyrirmynd að Nínu í Máfnum sem
yfirgefur unnusta sinn Treblév og varpar sér
í faðm rithöfundarins Trígorín og elskar
hann með mikill ólukku. En konan sem Tsé-
kov forsmáði fór að elska rithöfundinn Póta-
penkó og varð ekki sæl af því heldur. Frelsið
var Tsékov svo mikils virði, kannski var hann
hræddur við þessar konur þegar þær voru
bæði fagrar og gáfaðar. Hann reis æ hærra í
sagnagerð sinni. Kafaði dýpra og dýpra í lífið
sem hann skynjaði svo ofursterkt í kringum
sig. Leitaðist við að túlka það sem sannast og
gagnrýni hans var vægðarlaus að sníða allt af
sem hafði bragð af óþarfri glæsimennsku í
stíl, hann hnitmiðaði sögur sínar með marg-
slunginni tækni, þétti efni þeirra og skapaði
andrúmsloft sem vefst um lesandann og seytl-
ar inn í hann og víkur ekki þaðan. Hann var
ekki síður næmur á náttúruna en fólkið, sögur
94
BIRTINGUR