Birtingur - 01.01.1964, Side 66

Birtingur - 01.01.1964, Side 66
sanna eðli tilverunnar. Roquentin finnst allt, sem hann snertir, vera á iði, lifandi. Honum virðast dauðlegir hlutir vera límkenndir, slím- ugir og blautir. Allt er yiirborðskennt, öllu er ofaukið. Allt veldur honum óþægindum. Mannlegar verur eru einnig yfirborðskennd- ar, og sama gildir um hann sjálfan. — „Og ég — linkenndur, veikgeðja, ruddalegur, símelt- andi mat og innantómar hugsanir — einnig mér var ofaukið." Að hvaða leyti eru óþægindi Roquentins há- spekilegs eðlis? Hann lætur sig dreyma um heim, þar sem tilveran er eins og samstillt vél, líkt og í heimsmynd Newtons eða Leibnitz; þar sem allt er skynsemdarlegt, skipulagt og fyrirfram ákveðið; þar sem allt er bein af- leiðing hvað af öðru; allt hefur tilgang; heim, þar sem sömu siðferðislögmálin gilda um alla menn, þar sem lögmál vísindanna eru óhagg- anleg. I slíkum heimi mundi Roquentin loks öðlast sálarró. Höfundurinn sjálfur þjáist auðvitað af þessum sama sjúkdóm. Roquentin gerir ráð fyrir því strax frá byrj- un, að heimurinn verði að vera eins og hann hugsar sér hann; skynsemdarverund, þar sem tilvera allra hluta er á einhvern hátt óhjá- kvæmileg; hefur tilgang. Mitt í ógleðikastinu skynjar hann skyndilega, að tilveran er alls ekki svona; honum verður ljóst, að tilveran er ekki abstrakt fyrirbrigði; hún er það deig, sem allir hlutir eru mótaðir úr. Þessi lím- kenndi, ómótaði, lini og þvali hrærigrautur, hinn áþreifanlegi heimur, eins og hann kem- ur manni fyrir sjónir, er hinn eini og sanni veruleiki; ekkert annað né æðra er til. Einn góðveðursdag situr Roquentin í almennings- garði og virðir fyrir sér rætur gamals hnetu- trés. Þessi svarti litur, eins og Roquentin skynjar hann, er ekki aðeins venjulegur litur, heldur einhvers konar mar eða gröftur, eitt- hvað, sem vellur. Enn fremur minnir þessi sýn hann á einhverja vissa lykt, til dæmis af döggvaðri jörð, eða jafnvel á bragð af ein- hverju sætkenndu efni. Og þar sem hann situr þarna og starir dolfallinn á ræturnar, er hann skyndilega gripinn óhugnanlegu hrifn- ingaræði, og einmitt í þeirri andrá rennur upp fyrir honum, hvað það er, sem ógleði hans ber vott um, og um leið, hvað til- veran er. Hann uppgötvar, að allt byggist á tilviljunum. „Maður getur ekki skilgreint til- veruna sem óhjákvæmilega. Að vera til er að- eins að vera staddur hér — af tilviljun." Nú munu sumir spyrja: Hvers vegna þessi heilabrot? Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þessi áhrifamikla uppgötvun Roquentins, að öll tilveran byggist á tilviljunum, það sama og David Hume benti á á 18. öld. En þessi uppgötvun felur í sér annað og meira en af- 1 62 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.