Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 22
Jón Aðalsteinn Jónsson
RITMENNT 10 (2005) 18-48
Himnabréf
ömmu minnar
Guðrúnar Ólafsdóttur frá Eystri-Lyngum í Meðallandi
Formálsorð
Himnabréf það, sem hér birtist og er auðsæi-
lega í gamalli uppskrift, a.m.k. frá fyrri
hluta 19. aldar, bar amma mín, Guðrún
Ólafsdóttir frá Eystri-Lyngum í Meðallandi,
á brjósti sér. Hún var fædd þar 17. júlí 1853.
Einhvern tímann minntist faðir minn á
það við mig, að móðir sín hefði lengi borið
svonefnt himnabréf innan klæða. Enga hug-
mynd hafði ég um það, hvers konar bréf
þetta var. Faðir minn vissi hins vegar, að
það var verndarbréf fyrir þann, sem það
bar á sér. Því miður man ég ekki lengur,
hvort það barst í tal olckar á milli, hversu
lengi amma hefði borið bréfið á sér, en
það mun örugglega hafa verið allt frá þeim
tíma, þegar hún ólst upp og bjó austur í
Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu.
Elcki man ég, hvort faðir minn sagðist
hafa lesið bréfið hjá móður sinni, en ólíklegt
er það ekki, því að hann vissi vel um tilvist
þess og hvar hún bar það. Þá þykir mér ekki
ósennilegt, að hann hafi vitað um efni þess
og boðskap, því að margt í líferni hans sjálfs
gat vitnað um það. Honum var til dæmis
mjög illa við, að menn ynnu á sunnudögum,
hvað þá á öðrum helgidögum kirkjunnar,
eins og varað er við í bréfinu. Menn áttu að
halda hvíldardaginn heilagan. Um þetta get
ég sjálfur borið vitni.
Vel man ég það einnig, að hann hreyfði
sig helzt eklci úr húsi á föstudaginn langa og
vildi hafa sem bezt næði þann dag. Honum
datt til dæmis alls ekki í hug að fara í
heimsókn til vina og kunningja þennan
dag og eins helzt ekki á páskadag og vænti
þess ekki heldur, að gestir kæmu til okkar.
Var móðir mín sama sinnis, en áreiðanlega
elcki eins fastheldin á þessa helgi og faðir
minn var. Voru foreldrar mínir samt mjög
gestrisnir og höfðu ánægju af því, ef ein-
hverja bar að garði. Hér má bæta því við,
að þessi siðvenja ríkti einnig aðra helgustu
daga kirlcjunnar, svo sem hvítasunnudag. Þá
má og geta þess, að aldrei var tekið í spil á
jóladag og var þó oft spilað á heimili okkar
yfir vetrarmánuðina.
18