Ritmennt - 01.01.2005, Side 40
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
í sjóferðum. Guðrún Pálsdóttir er löngu
dáin." - Veit Þórður ekki, hvað orðið hefur
um himnabréfið eftir hennar dag.
„Himnabréf verndar menn gegn hættum
á sjó og landi, sagði gamla fólkið. Fyrst sá
ég það hjá Sigurbjörgu Guðmundsdóttur á
Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum (f. 1852)
og vissi að hún hafði það í metum. Fleiri
hafa orðið á vegi mínum." - Aðspurður
heldur Þórður, að himnabréfið, sem hann sá
á Syðstu-Grund, hafi farið forgörðum eftir
daga Sigurbjargar, „eins og fleira af hennar
munum", bætti hann við.
Eins og ég vék að í upphafi þessarar rit-
gerðar, þykir mér líklegt, að föðurfólk mitt
úr Meðallandi hafi lagt nokkurn trúnað á
þann boðskap, sem fólst í Hb, að minnsta
kosti um það að halda hvíldardaginn heil-
agan. Til þess benda ýmis atvik, sem ég
bæði heyrði talað um og eins reyndi sjálfur
með nokkrum hætti. Hins vegar barst efni
Hb aldrei í tal við mig, svo að nú er erfitt
eða ógerlegt að fullyrða noklcuð um það,
hver voru hugsanleg áhrif þess á föðurfólk
mitt. Hinu má svo ekki heldur gleyma,
sem sr. Jónas á Hrafnagili segir í Islenzkum
þjóðháttum um sunnudagshelgi og vitn-
að er til hér framar. Aftur á móti hef ég
enga vitneskju um það, að afi minn, sem
var margar vertíðir formaður á árabát, sem
Blíðfari hét og meðallenzkir bændur reru á
til fiskjar, hafi haft inni á sér himnabréf sér
og bátsverjum sínum til verndar eins og Páll
Árnason á Setbergi í Nesjum hafði að sögn
Þórðar í Skógum.
Ekki verður annað skilið af frásögninni af
hornfirzlca bóndanum, sem bar á sér himna-
bréf á sjó í glímu við sjálfan Ægi lconung, en
hér sé komin sama trú á verndarmátt bréfs-
ins og þeir höfðu, sem lögðu til orustu við
óvini sína. Bréfið verndaði þá, sem það báru
á sér, frá öllu grandi. í þessu Ijósi er þess
vegna frásögnin um hornfirzka bóndann hin
merkilegasta. Ekki þyldr mér ólíklegt, að
aðrir bændur, sem sjó stunduðu á bátskelj-
um sínum, hafi gert hið sama, þótt ég hafi
ekki haft spurnir af því.
En nú skal snúa sér sérstaklega að sunnu-
dagshelgi himnabréfsins.
Ég man það, að faðir minn sagði mér, að
afa mínum hefði ekki verið ljúft að vinna
það verk á helgidegi, sem hann taldi geta
beðið til rúmhelgra daga. Sörnu sögu mátti
einnig segja um föður minn. Þar á meðal
var það að vinna við heyskap á sunnudegi,
jafnvel þótt óþurrkar hefðu gengið næstu
daga eða vikur á undan. Nefni ég hér á eftir
nokkur atriði þessu til staðfestingar.
Eins og þegar hefur komið fram, var allt
föðurfólk mitt ættað austan Mýrdalssands
og nánar til tekið úr Meðallandi og af Síðu.
Þá hef ég getið þess, að þau Ormur og
Guðrún voru bæði kirkjurækin og héldu
hvíldardaginn, það er sunnudaginn, ævin-
lega í heiðri og unnu ekki nema hin nauð-
synlegustu störf þann dag.
Árið 1905 gerðist svo það, sem var áreið-
anlega ekki algengt á þeim tíma, að þau hjón
tóku sig upp af jörðinni Efri-Ey, þar sem þau
höfðu búið í 18 ár, og fluttust búferlum út í
Mýrdal með allan sinn búskap og settust að
á Kaldrananesi, sem þá var laust til ábúðar.
Tildrögin til þessa voru fyrst og fremst þau,
að landrými var lítið í Meðallandi, enda
margbýlt á mörgum jörðum. Þannig voru
átta búendur í Efri-Ey um þessar mundir og
því orðið mjög þröngt um fjölskylduna, því
að börnin voru orðin átta. Raunar voru þau
36