Ritmennt - 01.01.2005, Page 43
RITMENNT
HIMNABRÉF ÖMMU MINNAR
hér slcipt máli, svo sem áður hefur komið
fram hér framar eftir sr. Jónasi á Hrafna-
gili.
Þegar ég spurði Einar um himnabréfið,
kannaðist hann strax við það og sagði það
komið frá Þýzkalandi og afi olckar hefði oft
lesið úr bréfinu fyrir þau á Kaldrananesi.
Aðspurður sagðist Einar ckki muna eftir,
hvernig bréfið var varðveitt og alls ckki, að
amma okkar hefði geymt það á brjósti sér.
Ég spurði einnig annað frændfólk mitt
um sunnudagshelgi hjá foreldrum þess.
Svörin voru eðlilega nokkuö misjöfn. Engu
að síður staðfesti það, að hið sama hefði í
aðalatriðum gilt á heimilum þeirra og lrér
hefur lcomið fram um vinnu afa okkar og
ömmu á helgum dögum. Þá kom skýrt fram,
að því var tilvist himnabréfs ömmu með
öllu ókunnugt. - Helzt kom mér á óvart,
að Sigrún Eiríksdóttir, dóttir Svcinbjargar
Ormsdóttur, skyldi ekki vita um tilvist
himnabréfsins, því að hún átti þá heima
í Norðurkoti og hjúkraði ömmu og afa af
mikilli natni, meðan þau lifðu. Hið eina,
sem Sigrún minnist, þegar ég spurði hana
sérstaklega um þetta, er það, að mamma sín
hefði eitt sinn verið að lijálpa ömmu sinni
við að sauma poka utan urn eitthvað, sem
henni var sérstaklega annt um. Hins vegar
vissi hún elcki, hvað var í pokanum eða
hvar hann var geymdur. Eklci er ósennilegt,
að það hafi verið sjálft liimnabréfið, sem
mér lrefur orðið svo tíðrætt um og komst
í mínar hendur og varðveitist úr þessu til
eftirkomenda Guðrúnar, ömmu minnar, í
þessari ritgerð. Sjálft frumritið verður svo
geymt í upprunalegri gerð sinni í hand-
ritadeild Landsbókasafns íslands.
Hvaðan eru íslenzku
himnabréfin upp runninl
Þegar ég fór að athuga himnabréf annars
staðar á Norðurlöndum, kom í ljós, að
íslenzka gerðin er verulega frábrugðin þeim,
sem ég hef séð á prenti, að einni undanskil-
inni. Þau eru bundin við ýmsa nafngreinda
staði í hverju landi, en að frásögn og efni
næsta lík hvert öðru, svo sem sést á þeim
himnabréfum, sem birt eru hér. Þess vegna
er auðsætt, að íslenzku bréfin hljóta að
eiga uppruna sinn úr annarri átt en rnörg
Norðurlandabréfanna. Þar sem í uppliafi Hb
og raunar annarra íslenzlcra himnabréfa er
talað um ákveðinn stað í Þýzkalandi, þar
sem bréfið lcom fyrst fram, virðist einsætt
að láta sér detta í hug, að upprunaleg gerð
íslenzku bréfanna sé einmitt þaðan runnin
með einhverjum hætti
Þar sem nolckur þau liimnabréf, sem ég
hef séð, eru ættuð frá Fjóni í Danmörku,
datt mér í hug að spyrja góðan kunningja
minn, Knud-Erik Dall verkfræðing, sem býr
í Odense á Fjóni, hvort hann hefði heyrt
getið um himnabréf á sínum slóðum. Svo
reyndist ekki vera. Þegar ég svo útslcýrði
nánar fyrir honum, hvers konar bréf væri
um að ræða, gerði hann mér þann greiða að
kanna, hvort einhver þess konar bréf væru
til í Odense Bys Museer. Varð honum þegar
vel ágengt. Kom þá m.a. í ljós, að nokkur
slík bréf höfðu verið afhent safninu fyrir og
um 1980. Er því öruggt, að himnabréf hafa
að minnsta kosti þeklczt á Fjóni næstum
alla 20. öld og þá vitaslculd einnig lengra
aftur í tímann.
Knud-Erilc var bent á bólc sem lcorn fyrst
út 1951, en í 2. og aulcinni útgáfu árið 1985.
39