Ritmennt - 01.01.2005, Side 62
GUNNAR HARÐARSON
RITMENNT
[Þ]eir sem ekki báru fornfálegar nátthúfur áttu ekki aðeins í honum vísa
stoð á opinberum vettvángi, heldur fundu athvarf og stundum fastan
samastað á hinu hlýa og notalega heimili hans og frú Þóru, ekki síst þeir
sem þjóðfélagið hafði valið gaddhesta hlutskifti.6
Hver er andstæðan við „fornfálegar nátthúfur"? Það er vænt-
anlega hin nýja dagsbrún, framfarasinnarnir, berhöfðaðir eða
með sixpensara, hinir sósíalísku rithöfundar. En „gaddhesta
hlutskifti"? Gaddhestar eru hestar sem settir hafa verið út á
gaddinn: Halldór segir ekki „útigangsmaður", eins og búast
mætti við hjá mönnum sem hafa lcynnst í þýskri stórborg, held-
ur „gaddhestur" sem dregur upp mynd af loðnum íslenskum
hestum, kubbslegum og héluðum, í kulda og jafnvel snjóstormi.
Kuldinn myndar andstæðu við hlýjuna á heimilinu, og hestarn-
ir vísa ekki til borgarinnar, þeir benda til sveitarinnar: heimili
Kristins og Þóru er heimili bónda og húsfreyju, íslenskt sveita-
heimili. Hinn hagsýni, atorkusami og óþreytandi Kristinn E.
Andrésson er íslenskur bóndi.
En hann er líka fornlcappi, því að hann hefur slcrifað marga
„skörulega ritsmíð" til að „bera af úngum efnismönnum högg",
auk þess að hafa birt „gerhugular rannsólcnir" á fyrri skáldum,
og er þar Einar Benediktsson nefndur sérstaklega. Hinn íslenski
bóndi og fornkappi lætur samt elclci bara til sín taka í sveitinni,
hann er slílcur „hagsýslumaður" að hann hefur gerst „frum-
kvöðull og forustumaður hlutafélaga" til að koma upp „ágætum
stórhýsum í Reykjavík" og þessi stórhýsi munu bera þess vitni
að „þar var farsæl hönd að verki", hönd bóndans, vissulega, en
kannski líka hönd verkamannsins. Kristinn E. Andrésson gefur
Einari Benediktssyni elckert eftir í athafnasemi, þótt hann sé
ekki skáld eins og Einar. Á nánast goðsagnakenndan hátt sam-
einar Kristinn í sér sveitina og borgina, bóndann og kaupsýslu-
manninn, menntamanninn og athafnamanninn, bókmenntasögu
fortíðar og nútíðar, kvenlegt innsæi og karlmannlega atorlcu.
Ólíkt lýsingu Halldórs á Brynjólfi virðist mér lýsingin á
Kristni vera laus við fölskva, hún er svolítið írónísk á köflum,
en góðlátleg; það er engin spenna milli Halldórs og Kristins af
sama tagi og milli Halldórs og Brynjólfs,- og má kannski sjá þessa
6 Upphaf mannúðarstefnu, bls. 149.
58